Gátlistinn Heilsufar barna á leikskólaaldri er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og fleiri aðila.

Hann leiðbeinir um hvenær veik börn eiga ekki að koma í leikskólann og hvernig staðið skal að sóttkví leikskólabarna.

Barn á ekki að koma í leikskólann ef:

  • Barnið er með hita.
  • Barnið er með kvef, hósta og að minnsta kosti eitt af eftirtöldum einkennum til viðbótar:, slappleika, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki og/eða niðurgang.
  • Barnið er í sóttkví, einangrun eða beðið er niðurstöðu sýnatöku.

Veikindi leikskólabarna:

  • Barn skal sótt í leikskólann ef heilsufar þess breytist; barnið fær hita yfir 38°C og flensulík einkenni.
  • Leikskólabörn skulu að jafnaði vera hress og hitalaus í að minnsta kosti sólarhring, áður en þau koma aftur í leikskólann.

Um sóttkví leikskólabarna:

  • Börn fara í sóttkví samkvæmt leiðbeiningum heilbrigðisstarfsfólks eða smitrakningarteymis ef þau hafa verið í tengslum við aðra, óháð aldri þeirra, sem greindir hafa verið með smit eða grun um smit.
  • Börn sem ekki hafa þroska eða getu til að virða þær ráðstafanir sem eru forsenda þess að hluti heimilisfólks geti verið í sóttkví, þarf allt heimilið, þ.m.t barnið, að fara í sóttkví eða þeir sem ekki eru í sóttkví að fara annað um leið og sóttkví kemur til.
  • Lengd sóttkvíar er ákvörðuð af smitrakningateymi eða heilbrigðisstarfsfólki.

Leitið ráðgjafar hjá heilsugæslu,

  • Ef vafi leikur á því hvort barnið ætti að fara í leikskólann.
  • Til að fá nánari upplýsingar um einkenni, eða lengd sóttkvíar.

Hægt er að nálgast listann hér í pdf formi: getfile.aspx (heilsugaeslan.is)