Við héldum upp á Dag leikskólans í gær. Markmiðið með Degi leikskólans er að gera starf kennara á leikskólum sýnilegt og beina kastljósi að því faglega og metnaðarfulla starfi sem þar er innt af hendi
Á þrettándanum var ljósadagur leikskólans haldinn með ljósagangi um allan skólann. Hvert sem litið var voru börn með vasaljós eða annars konar ljós í höndunum.
Á leikskólanefndarfundi í lok síðustu viku var tekin sú ákvörðun að festa sumarleyfislokanir í leikskólum bæjarins við aðra viku júlímánaðar og opnun við aðra viku ágústmánaðar.
Lestrarátaki Lubba er lokið og erum við ákaflega ánægð með þátttökuna en það söfnuðust mörg lestrarbein sem skreyta nú glugga og hurðir deilda leikskólans.