Aspalundur og Sívertsen hús.

Í vikunni sem nú er að líða þá fóru allar deildir leikskólans í gönguferð í Asparlund.

Þar kveiktum við eld í arinkubbi og gæddum okkur á heitu dásamlegu kakói sem Yrma matráður töfraði fram. Við tókum einnig með piparkökur sem börnin voru búin að baka.
Börnin voru dolfallin yfir eldinum og pössuðu sig mjög vel á því að koma ekki nálægt honum.
Við vorum með smá fræðslu um eldinn og töluðum um mikilvægi þess að fullorðnir mættu bara kveikja eld og að það mætti ekki skilja eftir logandi glóð í skóginum.
Við hlustuðum á jólalög og nutum stundarinnar í Asparlundi og það voru kátir krakkar sem trítluðu svo heim á leið í leikskólann aftur.

Þriðjudaginn 17. desember fór eldra árið á Dropa- og Mánasteini í ferð í Sívertsens-húsið, rúta sótti börnin í leikskólann og gerði vettvangsferðina enn meira spennandi fyrir vikið.
Ferðin í Sívertsen-hús er árlegur viðburður hjá okkur í Furugrund fyrir jólin en Sívertsens-húsið er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen. 
Í desember ár hvert er tekið á móti leikskólahópum í Sívertsens-hús en leikskólahópum á elstu deildum leikskóla er boðið að koma og fræðast um húsið, fólkið sem þar bjó, jólin í gamla daga og í lok heimsóknar kemur svo óvæntur gestur. 
Mikil ánægja var á meðal barnanna með þessa heimsókn og ekki síst þegar jólasveinninn kom.
Fréttamynd - Aspalundur og Sívertsen hús. Fréttamynd - Aspalundur og Sívertsen hús. Fréttamynd - Aspalundur og Sívertsen hús. Fréttamynd - Aspalundur og Sívertsen hús. Fréttamynd - Aspalundur og Sívertsen hús. Fréttamynd - Aspalundur og Sívertsen hús. Fréttamynd - Aspalundur og Sívertsen hús. Fréttamynd - Aspalundur og Sívertsen hús.

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn