Jólaball og jólagjöf

Í dag brugðum við undir okkur betri fætinum og héldum jólaball ásamt því að foreldrafélag Furugrundar kom með glæsilega gjöf til starfsfólks og þökkum við kærlega fyrir okkur. Upprunalega átti ballið okkar að vera úti en vegna kulda þá fluttum við okkur inn í Furugrund 3 og opnuðum á milli deildanna Töfra- og Óskasteins. Skjóða hélt uppi stuðinu ásamt jólasveinunum Hurðaskelli og Skyrgámi. Mikil gleði og ánægja var með ballið og fengu allir ávaxtagóðgæti að gjöf frá sveinunum kátu.
Fréttamynd - Jólaball og jólagjöf Fréttamynd - Jólaball og jólagjöf

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn