Lestrarátaki Lubba er lokið
Dagana 11. – 22. nóvember þá héldum við í samvinnu við foreldra okkar árlega lestrarátak Lubba.
Dagur íslenskrar tungu var einnig þann 16. nóvember og fléttaðist því skemmtilega inn í átakið okkar.
Það var mikil og góð þátttaka í lestrarátakinu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum en mikill fjöldi lestrarbeina skiluðu sér til okkar.
Tilgangur átaksins var að hvetja foreldra til að lesa fyrir börnin sín enda sýna rannsóknir að gæðalestur með börnum stuðli að auknum orðaforða, auknum hlustunarskilningi, aukinni uppbyggingu frásagnar og auki líkur á farsælu lestrarnámi.
Lestur eykur jafnframt máltilfinningu og byggir upp jákvætt viðhorf gagnvart bókum og lestri. Ekki má gleyma hversu notaleg stund skapast milli barna og foreldra við lestur bóka.