11. gr.
Foreldraráð.

Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Leikskólastjóri getur sótt um undanþágu til sveitarfélags um stofnun foreldraráðs ef gildar ástæður eru fyrir hendi, svo sem vegna fámennis í leikskóla.
 Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

Í Foreldraráði Furugrundar eru:  

 Bergdís Geirsdóttir 

Erla  María Sigurgeirsdóttir                                                                                                                                                                                                                             

Lovísa Guðmundsdóttir                                                                                                                                                                                                                                             

  Helga E Jónsdóttir leikskólastjóri

Starfsreglur foreldraráðs

Starfsreglur-foreldrarads1.pdf

Fundargerðir

Ný fundargerð - 6.11.2014
Fyrsti fundur haldinn föstudaginn 20. Nóvember kl:12.00 -8.10.2014
Mættir: Arna Þórðardóttir, Sigurbergur Árnason, Sigurður Helgi Sturlaugsson og Helga E. Jónsdóttir.

1.  Leikskólstjóri lagði fram eftirtalin skjöl:  1. Lög um leikskóla, 2. ársáætlun leikskólans og 3. samanburð á stærðum leikskóla og leikskólalóða, fjölda rýma og fermetra í leikskólum Kópavogs.

lV kafli laga um leikskóla 9. – 10.- og 11. grein var skoðuð sérstaklega þar sem kemur fram hlutverk foreldraráðs leikskóla.  Sigurbergur tók að sér að semja drög að starfsreglum ráðsins.

Framlögð ársáætlun leikskólans 2009 – 2010 var rædd, sérstaklega kaflinn um sérkennslu og fjöldi kennara í leikskólanum.


2. Samanburður á stærð leikskóla og barnafjölda og það rými sem hverju barni er ætlað var kynnt ráðinu af leikskólastjóra .  Brýnt og sameiginlegt  hagsmunamál sem skiptir okkur öll máli, börn, foreldra, starfsmenn og rekstraraðila leikskóla.  Leikskólastjóri upplýsti að í nýrri reglugerð um leikskóla eru engin viðmið lengur um fjölda barna, starfsmanna eða rými/stærð leikskóla.

Næsti fundur ráðsins verður fimmtudaginn 10. desember kl:12.00 í leikskólanum.

Fundargerð ritaði Helga E. Jónsdóttir, Leikskólastjóri.