Foreldrafélag er starfandi við leikskólann. Verkefni foreldrafélagsins er að styðja vel við starfið í leikskólanum. Foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt í starfi forleldrafélagsins.

Árgjald foreldrafélagsins er 7.000 kr. á ári fyrir hvert barn og er valgreiðsla í heimabanka. .

Kennitala foreldrafélagsins er: 510893-2639
Reikningsnúmer: 0322-26-004510

Foreldrar athugið!

Foreldrar sem eiga fleiri en eitt barn í leikskólanum geta samið um það að greiða helming gjaldsins eftir áramót.

Stjórn foreldrafélagsins 

Nýja stjórn foreldrafélagsins 2019 - 2020 skipa eftirtaldir;  Helga Dögg Flosadóttir gaf áfram kost á sér sem formaður félagsins og var það samþykkt, Gyða Rut Vildísardóttir er einnig kosin áfram sem gjaldkeri ásamt Margréti Friðgeirsdóttur og  Evu Ósk Eggertsdóttur.  
Leikskólastjóri: Helga E. Jónsdóttir er tengiliður leikskólans við stjórn. 

Fundargerðir

Fundargerð aðalfundar 2. október 2019. 

Fundargerð aðalfundar 15. október 2018.

 

Lög og starfsreglur Foreldrafélags leikskólans Furugrundar

 

Félagið heitir Foreldrafélag leikskólans Furugrund

1. Félagar eru forráðamenn barna í leikskólanum. Foreldrar teljast félagar í foreldrafélaginu jafnskjótt og barna þeirra byrjar í leikskólanum og ber forráðamönnum skylda til að inna félagsgjöld af hendi frá þeim tíma. Hægt er að segja sig úr félaginu með sérstkri tilkynningu til stjórnar og fellur þá niður réttur viðkomandi sem og barns hans, til aðgangs að uppákomum og skemmtunum á vegum félagsins.

2. Markmið félagsins er að tryggja sem best velferð og hagsmuni barna í leikskólanum.

3. Markmiði sínu hyggst félagið ná m.a með eftirfarandi leiðum:

 • Að hvetja alla foreldra til að taka þátt í og hafa aukin áhrif á aðbúnað og starfsemi leikskólans, í samráði við starfsfólk.
 • Að auka tengsl foreldra og starfsfólks.
 • Að efla tengsl milli foreldra.
 • Að öðru leyti skal taka ákvarðanir um leiðir að markmiðum félagsins á félags og aðalfundum.
 • Bóka skal allar ákvarðanir.

4. Reikningsárið er 1. oktober - 30. sept. ár hvert.

5. Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi sem haldinn skal í september eða október ár hvert. Boða skal til aðalfundar með minnst tveggja vikna fyrirvara. Aðalfundur telst fullgildur ef mættir eru foreldrar þriðjungs barna. Foreldrar skulu hafa eitt atkvæði fyrir hvert barn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum að loknum aðalfundi. Stjórn félagsins skal skipuð fimm fulltrúum og tveimur til vara. Reynt skal að hafa einn fulltrúa frá hverri deild. Einn starfsmaður leikskólans skal vera í stjórn félagsins og er hann jafnframt tengiliður við aðra starfsmenn leikskólans. Ætíð skal reynt að tryggja að ekki gangi fleiri en þrír fulltrúar úr stjórn í hvert sinn.

6. Dagskrá aðalfundar skal vera:

 • Skýrsla stjórnar
 • Reikningar félagsins, undirritaðir af gjaldkera og staðfestir af endurskoðanda
 • Kosning nýrra fulltrúa og varamanna í stjórn
 • Kosning endurskoðanda úr hópi foreldra* Framkvæmda og fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda
 • Lagabreytingar sem hafa borist stjórn og auglýstar hafa verið með minnst sjö daga fyrirvara fyrir aðalfund leikskólans.
 • Lagabreyringar ná aðeins fram að ganga ef 2/3 hlutar fundarmanna eru þeim samþykkir.

 7. Til stjórnarfunda skal boða stjórnarmenn. Varamenn skulu eingöngu boðaðir ef um forföll stjórnarmanna er að ræða. Stjórn skal boða til almennra félagsfunda eftir þörfum. Stjórn er heimilt að tilnefna foreldra til að vinna að ákveðnum verkefnum.