Lausnahringurinn

Lausnahringurinn er þróunarverkefni leikskólans Furugrundar og  byggist á uppeldisstefnunni Jákvæðum aga, Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og Aðalnámskrá leikskóla.

Áherslan er á samskipti byggð á gagnkvæmri virðingu. 

Lausnahringurinn kennir félagsfærni og lífsleikni og eru höfundar hans  Arnrún María Magnúsdóttir, leikskólakennari og verkefnastjóri, hún er eigandi Ráðgjafastofunnar Samtalið fræðsla ekki hræðsla ásamt börnum og starfsfólki í leikskólanum Brákarborg í Reykjavík

Lausnahringurinn er flæðandi verkefni sem mótast og þróast með hverjum hóp fyrir sig, hvaða menning, aldur og reynsla einkennir hópinn ræður för.