Leikskólanum Furugrund er lærdóms samélag í sífelldri þróun.  Ein birtingarmynd þess er Evrópusamstarf leikskólans.  Þau samstarfsverkefni sem leikskólinn er aðili að þetta árið og út það næsta eru; „Emotional intelligence as the key to child‘s success“ en  verkefnið hófst í desember 2016 og mun standa til júní 2019.

Þátttökulöndin ásamt okkur eru Ítalía, Norður-Írland, Búlgaría, Spánn, Portúgal, Kýpur og Pólland. Þátttökuskólarnir eru leikskólar, grunnskólar og skólar þar sem leikskóli og grunnskóli eru saman í einni byggingu.

Verkefnið gengur út á að þátttökulöndin deili hugmyndum og verkfærum sem þau nota til að hjálpa börnum að efla tilfinningagreind sína og félagslegan þroska. Einnig verða unnin ný verkefni frá grunni, settar upp vinnustofur og ýmislegt fleira.    Markmið verkefnisins eru ansi mörg og fjölþætt en til að nefna einhver dæmi þá er eitt markmiðið að börn læri að þekkja og setja nafn á sínar eigin tilfinningar og tilfinningar annarra. Annað markmið er að börnin geti stjórnað tilfinningum sínum og leyst deilur við jafnaldra á sjálfstæðan hátt.

"Be a master think creatively " er svo nýjasta samstarfs verkefnið okkar og eru þátttökulöndin okkar; Spánn, Portúgal, Wales, Grikkland, Pólland og Kýpur en þetta nýja verkefni snýst um Lego og kóðun en kóðun eða forritun er hið nýja læsi og er fyrir alla.  VIð verðum með einfaldasta form forritunar/kóðunar fyrir börnin en það er forritun með og án verkfæra sem er ekki svo ólíkt því að fara í þrautakóng.  Þau forrit sem við verðum að vinna með eru t.d OSMO, Scratch jr.  Við verðum einnig með nokkur forritunar leikföng s.s. Beeboot en leikskólinn Furugrund er að vinna frumkvöðlastarf með því að taka inn kóðun í gegnum Erasmus + verkefnið og verður áhugavert að sjá hvert þetta ber okkur í framhaldinu.