Í leikskólanum Furugrund er lærdóms samélag í sífelldri þróun.  Ein birtingarmynd þess er Evrópusamstarf leikskólans.  Furugrund hefur undanfarin ár verið ötull þátttakandi í  Evrópuverkefnum og er einu slíku nýlokið en það bar heitið - Game for the health/ Game for the future. Verkefnið var samvinnuverkefni sex skóla sem staðsettir eru í fimm löndum Evrópu. Í Konin Póllandi, Aþenu Grikklandi og Folegandros í Grikklandi, Newport Wales og Riga Lettlandi. 

Aðalmarkmið verkefnisins var að bæta daglegar heilsutengdar venjur barna og fjölskyldna þeirra í átt að sem heilbrigðustum lífsstíl. Má því segja að verkefnið hafi snúist um lýðheilsu og skiptist það niður í nokkur áhersluatriði; heilbrigt mataræði, heilbrigðan líkama, góða tannheilsu, góða andlega heilsu og heilbrigt umhverfi. Var mikið lagt upp úr virkri þátttöku foreldra og góðu samstarfi við þá.

 

Hér má skoða ;