Sérkennslustjóri leikskólans og tengiliður samþættrar þjónustu er Sólveig Sigurvinsdóttir

solveigsig@kopavogur.is  /sími: 441 - 6304

 

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni
Stjórnun og skipulagning:

  •  Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra.
  •  Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskóla
  •  Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli sérkennsluráðgjafa/sérkennslufulltrúa leikskóla og starfsmanna leikskólans.
  •  Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu.
  • Er tengiliður samþættrar þjónustu

Uppeldi og menntun:

  •  Ber ábyrgð á að börnum sem njóta sérkennslu í leikskólanum sé boðið upp á þroskavænleg verkefni.
  •  Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu.
  •  Hefur yfirumsjón með að áherslum um kennslu annarra sérfræðinga sé framfylgt í leikskólanum og að skýrslur séu gerðar.

Foreldrasamvinna:

  •  Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu í leikskólanum og situr fundi og viðtöl með þeim.
  •  Veitir foreldrum/forráðamönnum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf.
  •  Situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum leikskólans.

Annað:

  •  Ber að hafa náið samstarf við sérkennsluráðgjafa og aðra sérfræðinga sem tengjast leikskólanum vegna barna sem njóta sérkennslu.
  •  Situr fundi þar sem fjallað er um málefni barna sem þurfa sérfræðiaðstoð eða sérkennslu í leikskólum samkvæmt boðun yfirmanns eða hlutaðeigandi aðila.
  •  Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varða starfsemi leikskólans.
  •  Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum. (Tekið af vef ki.is)