Hér ber að líta jafnréttisstefnu leikskóla Kópavogs sem byggir á lögum, reglugerðum, stjórnarskrá og sáttmálum  sem sett hafa verið um málefnið.  Markmið jafnréttismenntunar í Aðalnámskrá leikskóla hafa verið höfð að leiðarljósi við gerð stefnunnar.  Þar segir m.a. að markmiðið sé að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings friðar, víðsýnis, umburðarlyndis og jafnréttis.  Í skólastarfi skulu allir taka virkan þátt í að skapa samfélag jafnréttis og réttlætis.

Jafnréttisáætlun leikskólans Furugrundar er hægt að skoða hér.