Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 22. maí 2018 að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.  Lögð er áhersla á að vinna með grunnstoðir Barnasáttmálans en grunnstoðirnar  eru greinar; tvö sem fjallar um jafnræði og enga mismunun, grein þrjú sem fjallar um að við gerum ávallt það sem barni fyrir bestu, grein sex sem fjallar um rétt barns til að lifa og þroskast og að síðustu grein tólf sem fjallar um rétt barns til að tjá sig. 

Lýðræði og mannréttindi fléttast í gegnum allt starf í leikskólanum Furugrund og kallast á við grunnstoðir Barnasáttmálans.

 

Hérna er hægt að kynna sér nánar um Barnasáttmálann og innleiðingarferli hans hjá Kópavogsbæ.