Evrópuverkefni lokið

Þátttökuskólar í verkefninu voru sex skólar í fimm löndum, við í Furugrund, leikskólar í Aþenu og Folegandros í Grikklandi, grunn- og leikskóli í Wales, leikskóli í Riga í Lettlandi og leikskóli í Konin í Póllandi sem svo stjórnaði verkefninu.
Áhersluþættir verkefnisins voru að bæta daglegar heilsutengdar venjur barna og fjölskyldna þeirra í átt að sem heilbrigðustum lífsstíl. Má því segja að verkefnið hafi snúist um lýðheilsu og það skiptist niður í nokkur áhersluatriði; heilbrigt mataræði, heilbrigðan líkama, góða tannheilsu, góða andlega heilsu og heilbrigt umhverfi.

Hægt er að skoða matreiðslubók og kennsluáætlanir verkefnisins hér