Fréttir nýliðinnar viku

Þessa síðustu hálfu viku fyrir frí þá höfum við í leikskólanum verið að brasa ýmislegt en elstu börnin fóru til dæmis með strætó í Guðmundarlund og vörðu þar stórum hluta dagsins, grilluðu pylsur í hádeginu og skemmtu sér vel. Aðrir hópar nýttu dalinn til styttri ferða, voru í duplo kubba leik úti á teppum og léku með sápukúlur. Við borðuðum svo úti í garði einn góðviðrisdaginn.  
 
Nú er mikið af fastráðna fólkinu okkar búið að vera að taka orlofsdaga og nokkur börn farin að týnast í sumarfrí. Það fer að styttast í að við kveðjum vinnuskóla krakkana okkar sem hafa staðið sig með prýði en sumarstarfsfólkið okkar verður einnig hjá okkur í um það bil tvær vikur eftir opnun. 
 
Fljótlega eftir opnun leikskólans hefst aðlögun barna á milli deilda, þar sem börn af Dvergasteini og Álfasteini fara yfir á Mánastein og Dropastein. Aðlögun barna innanhúss gengur oftast mjög vel og tekur ekki langan tíma að aðlagast nýrri deild. Einnig eigum við von á börnum sem eru að flytjast af öðrum leikskólum til okkar ásamt hóp af ungum börnum sem eru að hefja leikskólagöngu sína.  

Við óskum öllum góðs sumarfrís og sjáumst úthvíld í ágúst.
 
Fréttamynd - Fréttir nýliðinnar viku Fréttamynd - Fréttir nýliðinnar viku Fréttamynd - Fréttir nýliðinnar viku Fréttamynd - Fréttir nýliðinnar viku Fréttamynd - Fréttir nýliðinnar viku Fréttamynd - Fréttir nýliðinnar viku

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn