Fréttabréf Furugrundar vikuna 18. - 22 maí

Frá og með mánudeginum næstkomandi, 25.maí munum við bjóða foreldra aftur velkomna inn í fataherbergi leikskólans.
Gott er að venja sig á að spritta hendur sínar þegar gengið er inn og passa upp á að snertifletir séu sem fæstir.
Ekki þarf lengur að tæma hólf barnanna á hverjum degi heldur er nóg að taka fötin heim um helgar þó auðvita sé gott að fylgjast með á hverjum degi hvort eitthvað þarfnist yfirferðar.

Á skipulagsdegi næstkomandi föstudag verður ákveðin sumardagskrá skólans, þar verða meðal annars ákveðnar breyttar útfærslur á útskrift elstu barnanna, sumarhátíð og vorsýningu. Þessar útfærslur verða kynntar í næstu viku.
Komin er upp sú staða að Helga leikskólastjóri er komin í leyfi og hefur Eva Sif sérkennslustjóri tekið við stöðu hennar fram yfir sumarleyfi.
Anna Björg aðstoðarleikskólastjóri mun verða henni til halds og trausts. Hægt er að ná í Evu Sif í gegnum netfangið evasif@kopavogur.is eða í síma 4416300.