Ljósadagurinn mikli
Ljósadagurinn mikli.
Á þrettándanum þá höfðum við vasaljósadag hér í leikskólanum. Við gerðum okkur dagamun í skammdeginu og kvöddum jólin með skemmtilegum ljósadegi.
Börnin komu með vasaljós að heiman og við héldum rafmagnsljósum í lágmarki allan daginn. Leikskólinn var því ansi dimmur þann daginn og mikil stemming myndaðist þegar alls staðar mátti sjá ljósgeisla á fleygiferð um allar deildir. Yngstu- og miðdeildir flökkuðu á milli systradeilda við mikla gleði barnanna á meðan elstu börn leikskólans fóru í göngu með vasaljósin sín að lundinum okkar góða og kveiktu þar bál, drukku safa og gæddu sér á poppi.
Foreldrafélagið var einnig með sama dag sína árlegu Vasaljósagöngu en hún hófst kl. 16.30 á leikvellinum við enda Birkigrundar og gengið var að grenndarskóginum sem búið var að skreyta með glitrandi endurskinsmerkjum og þá sérstaklega eitt fallegt tré sem síðan var gengið í kringum og sungin jólalög með.
Börnin fengu síðan að taka heim með sér endurskinsmerki af trjánum.
Boðið var upp á heitt kakó í lok göngunnar á Gula róló. Mjög góð þátttaka var í fyrra á þennan viðburð og sama mátti segja um þátttökuna þetta árið en mikil gleði og ánægja var á meðal barnanna með vasaljósagönguna sem og ljósadag leikskólans.