Alþjóðadagur kennara

Við héldum upp á Alþjóðadag kennara í dag en dagurinn er haldin um allan heim þann 5.október ár hvert.
Einkunnarorð alþjóðadags kennara í ár eru: Saman fyrir kennara, saman til framtíðar.  
Skilaboðin eru þau að kennaradagurinn í ár gefi tilefni til byggja á árangri síðustu ára er kemur að hvatningu til stjórnvalda, um allan heim, að fjárfesta í kennurum, hafa gott opinbert menntakerfi og tryggja þannig að börn og ungmenni hafi aðgang að gæðamenntun. 

Í tilefni dagins þá fóru stjórarnir Eva og Helga á stúfana og ræddu við börnin um kennarana þeirra og fengu stórkostleg svör eins og alltaf. Í framhaldinu var útbúin kaka fyrir starfsfólkið með orðum barnanna.