Tenglasafn

Smáforrit
Orðagull miðar að því styrkja orðaforða, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu. Skemmtilegt smáforrit sem heldur áhuga barnanna vakandi. Höfundar eru Ásthildur Bj. Snorradóttir og Bjartey Sigurðardóttir talmeinafræðingar. Forritið er ókeypis.

Puppet Pals er ótrúlega skemmtilegt smáforrit. Í því er hægt að búa til sína eigin leiksýningu með leikurum og bakgrunnum. Með Puppet Pals er hægt að búa til leikmynd með hreyfingum og hljóði. Hægt er að velja leikara (jafnvel sjálfan sig) og ólíka bakgrunna. Þetta smáforrit ýtir undir sköpunarkraft barnanna og styrkir frásögn þeirra á sama tíma. Forritið er ókeypis.
Frábær íslenskt forrit fyrir börn sem undirbýr þau fyrir lestrarnám, eykur orðaforða þeirra og hljóðmyndun. Með þessum frábæru smáforritum læra börnin hin ýmsu orð, hvernig þau eru skrifuð, borin fram og hvað þau þýða. Höfundur er Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur. Forritið kostar.

 
Froskaleikirnir 1 2 3
Börnin æfa íslensku málhljóðin í erfiðleikaröð þeirra, frá fyrsta í gegnum þriðja froskaleikinn með æfingum í hljóðavitund, hljóðgreiningu, tengingu hljóðs við bókstaf, mynd af orði og skrifuðu orði. Allt eru þetta mjög mikilvægir þættir í þróun hljóðkerfisvitund barna og hjálpa til við undirbúnings læsi og lesfimi. Forritin kosta.
Georg og félagar
Lærðu alla 32 íslensku bókstafina og tölustafi frá 1-10 á skemmtilegan og gagnvirkan hátt. Hvaða hlutur eða dýr eiga hvaða staf? Kanntu að telja upp í á 10? Smelltu þig í gegnum leikinn og sjáðu hvernig orðin lifna við. Það er leikur að læra með Georg og félögum. Forritið er ókeypis.

Georg og klukkan
Smáforritið inniheldur kennslu, æfingar og leiki fyrir alla sem vilja læra og æfa sig á klukku.
Georg og leikirnir
Smáforritið inniheldur 5 leiki sem allir hafa það að markmiði að vera bæði skemmtilegir og fræðandi fyrir yngstu kynslóðina.

Tiny hands
Smáforritni eru mjög góð, unnið með liti, stærðir, form, flokkun, röðun, pörun og talnaskilning. Hver leikur samanstendur af nokkrum stuttum þrautum sem henta vel til að æfa börn í að skiptast á. Leikirnir hafa þann kost að yfirleitt er ekki talað inn á þá á ensku, verkefnin skýra sig einnig að mestu sjálf þannig að þeir eru lausir við skýringartexta á skjánum. Tónlist og grafík í leikjunum eru til fyrirmyndar. Tiny Hands smáforritin voru hönnuð í samstarfi við kennara og barnasálfræðing

My first app
Mjög fín forrit þar sem unnið er með form, stærðfræði og púsl til dæmis.


Bitsboard Pro
Frábært forrit þar sem hægt er að búa til sín eigin verkefni. Notandi tekur myndir, skrifar texta og les inn á myndirnar og forritið sér um að búa til alls kyns leiki í kringum þær eins og t.d. orðasúpu, stafapúsl, lestraræfingar o.s.frv. Einnig hægt að ná í myndir og verkefni á netið og njóta góðs af því sem aðrir hafa búið til. Ef leitað er að "íslenska" í verkefnasafni (catalog) appsins koma upp fullt af verkefnum íslendingar hafa búið til og deilt. Mjög gott til að vinna með orðaforða og til að vinna með tvítyngdum börnum. Grunnútgáfan af Bitsboard er frí en hægt er að kaupa Pro útgáfu með fleiri möguleikum. 

Það skiptir miklu máli að vera með barninu á meðan að það spreytir sig í leikjum í smáforritum. Hlutverk foreldra og kennara er að setja orð á þá hluti, hugtök og athafnir sem koma fyrir. Með því móti er hægt að efla bæði málskilning og orðaforða á skemmtilegan og áhrifaríkan hátt.

Bækur og sögur

Storytell er með 14 daga ókeypis aðgang en er frábært app bæði fyrir börn og fullorðna, þar er ógrinni af bókum . https://www.storytel.com/is/is/?fbclid=IwAR0sqccpGrYHyJFyxkTPDZErITpJ8VdN3JEkXK2KtGz_PePfbr_LpdOmcW8

Birte og Imma leikskólakennarar eru með samverustundir á youtube rásinni sinni

Ævar vísindamaður er með upplestur á bókinni sinni Risaeðlur í Reykjavík:


Krakkarnir í kátugötu:


Ýmiskonar verkefni

Fjölbreytt kennsla- mikið af skemmtilegum verkefnum fyrir elstu börnin https://fjolbreyttkennsla.is/

Paxel 123 - mikið af verkefnum til að prenta út sem reyna á hljóðkerfisvitund og stærðfræði https://paxel123.com/is/

Óðinsauga bókaútgáfa, eru með ókeypis stærðfræðihefti https://www.facebook.com/Odinsauga/posts/2838970686190781

Kennarinn margt sniðugt, mögulega meira fyrir eldri börn - http://kennarinn.is

Vefur Menntamálastofnunar: https://mms.is/krakkavefir

Myndmál er hugsað til að æfa framburð, orðaforða og lesskilning https://www.myndmal.is/sites/forsida.php


Völundarhús:

Perlumynstur

Hreyfing:

Færni til framtíðar hefur að geyma hugmyndir að því hvernig örva megi hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi. https://www.facebook.com/faernitilframtidar/

Sull og leir

Kartöflumjölssull
Kartöflumjöl set í skál og vatn út í þar til hægt er að hræra því saman. Þetta breytist í hálfgert slím sem hægt er að hnoða bolta úr en um leið og maður sleppir breytist hann aftur í slím.

Leir
2,5 bollar hveiti
0,5 bolli salt
1 bolli heitt vatn
4 msk matarolía
Matarlitur ef vill
Allt hnoðað saman þar til leirinn er orðinn að kúlu. Geymist í poka eða í loftþéttu íláti í um það bil viku.

Sandleir
8 hlutar hveiti
1 hluti matarolía
Matarlitur ef vill
Blandað saman með höndunum. Þetta verður eins og sandur og hægt að moka eða nota glös/skeiðar og ýmislegt til að móta hann.

Froðusull
2 msk sápa (uppþvottalögur eða freyðibað virkar best)
2 msk kartöflumjöl
4 msk vatn
Matarlitur ef vill
Þeytt í hrærivél þar til froðan er stíf og hætt að rísa.

Valdís kennari á Dropasteini var með söngstund í garðinum.  

Þetta vakti mikla lukku í útiverunni og tóku flest börnin þátt í þessari skemmtilegu söngstund.