Upplýsingar til foreldra/ information for parents

 • Skólinn verður opinn frá 7:30-16:15 frá og með fimmtudeginum 19. mars til og með 8. apríl (ath samkomubann er til og með 13.apríl). (Ath verkfall Eflingar getur haft áhrif á þetta).
 •  Börnin koma annan hvern dag, þar sem eingöngu helmingur þeirra mætir dag hvern.
 • Foreldrar fá sendan tölvupóst yfir það hvernig barnið þeirra mætir. Systkini innan leikskólans fylgjast að og mæta sömu dagana.
 • Sendur var út póstur þar sem óskað var eftir því að foreldrar sem ætla eða þurfa að halda börnum sínum heima á meðan á samkomubanni stendur láti vita svo önnur börn geti fengið að nýta plássin.
 • Starfsfólk deilda mun aðeins vinna með börnunum af viðkomandi deild engin blöndun verður á milli deilda.
 • Gert verður ráð fyrir minni umgengni bæði foreldra og utanaðkomandi aðila, foreldrar hafa ekki aðgang nema að fataherbergjum næstu vikur.
 • Starfsfólk tekur á móti börnum í fataherbergi en heldur fjarlægð milli sín og foreldris eins og hægt er. Starfsfólk fylgir börnum inn á deildir.
 • Foreldrar sjá um að tæma hólf barnanna daglega.
 • Hafi börn flensueinkenni skal þeim haldið heima.
 • Séu foreldrar með flensueinkenni eru þeir beðnir að koma ekki í leikskólann.
 •  Börnin mega ekki koma með leikföng og þess háttar að heiman næstu vikur.
 • Viðbúið er að tilteknar starfsstéttir foreldra fái forgang um þjónustu umfram aðra hópa samkvæmt lista frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sækja þarf um slíkan forgang á https://island.is/
 • Komi til mannfæðar, það er að starfsfólk þurfi að vera heima má reikna með frekari skerðingu á vistunartíma barnanna.
 • Aukin skipulögð þrif verða gerð í leikskólanum á hverjum degi.
 • Foreldrar gæti fyllsta hreinlætis hvað varðar fatnað barna, bæði inni- og útifatnað enda liggja fatahólf þétt saman.
 • Gera má ráð fyrir útiveru barna í lok dags ef veður leyfir.

English version
 • The school will be open from 7:30-16:15 as of Thursday the 19th of March until Wednesday the 8th of April. (Note that prohibition of public gatherings has taken affect and is affective until the 13th of April). (Note, Efling strike may influence the school opening).
 • The children will be attending every other day. An e-mail will be sent to the parents regarding the attendance for their child. Siblings will be attending on the same days.
 • We have sent out an e¿mail where we request information from parents about the attendance of their child, if they will be attending or not.
 • We need this information so we can organize the days ahead.
 • Each department will be isolated.
 • Parents access to the school will be limited only to the dressingroom (fataherbergi) where a teacher will meet the child with as little contact with the parent as possible
 • The childrens clothes compartments need to be emptied daily.
 • If the children have flu-like symptoms they need to stay at home.
 • If the parents have flu-like symptoms they are asked not to come to the school.
 • All toys, books and etc. from home are forbidden in the school.
 • Priority will be given to children of parents that jobs are important according to a list from Amannavarnir ríkislögreglustjóra, parents need to apply for the priority on www.island.is
 • Further reductions of attendance might apply, for example if the teachers get sick.
 • Extra cleaning and disinfection will be done throughout the day, but parents also need to show utmost hygiene for the children¿s clothes both indoor and outdoor clothes. 
 • We will, if weather permits end the day outdoors. 

Valdís kennari á Dropasteini var með söngstund í garðinum.  

Þetta vakti mikla lukku í útiverunni og tóku flest börnin þátt í þessari skemmtilegu söngstund.