Ný hefð
Við í Furugrund ákváðum að búa til nýja hefð. Að þessu sinni er það afmælishefð en þegar börnin eiga afmæli þá fá þau að fara fram að sýningaskáp í Furugrund 1 og velja sér í samráði við starfsmann á deild afmælisdisk, skál og glas en einnig er flaggað með borðfána. Þetta er að vekja mikla lukku hjá börnunum og eru allir virkilega ánægðir með nýju afmælishefðina.