Foreldrakaffið í febrúar

Þann 6. febrúar á degi leikskólans þá buðum við foreldrum í kaffi og börnin fræddu foreldra sína um það sem þau væru að gera í leikskólanum.
Svörin voru margvísleg en fjölluðu þó aðallega um það hversu gaman væri að leika og er eftirfarandi upptalning hluti af þeim svörum sem börnin gáfu þegar þau voru spurð hvað þau gerðu í leikskólanum en þau;


  • leika í búningum
  • hlusta á sögur
  • leika úti og inni
  • ríma og perla
  • leika í skemmtilegum leikjum
  • hlusta á sögur
  • æfa sig í að sýna vinsemd og ekki lemja
  • fara í fótbolta
  • læra orð með Lubba
  • teikna og hlægja
  • læra að vera vinir
  • leika og gera verkefni
  • leika við vini sína.

Af hverju er leikurinn svona mikilvægur?
Leikurinn er börnum mikilvægur vegna þess að hann er meginnámsleið þeirra. Hann er sjálfsprottinn og þeim eðlislægur. Leikurinn skapar börnum tækifæri til að læra og skilja umhverfi sitt, tjá hugmyndir sínar, reynslu og tilfinningar. Leikurinn hjálpar börnum einnig að þróa félagsleg tengsl við önnur börn.
Hlutverk kennarans er svo að styðja við nám barna í gegnum leikinn á margvíslegan hátt m.a. með því að skapa fjölbreytilegt leikumhverfi og veita aðgengi að leikefni sem hvetur börn til að rannsaka, finna lausnir og skapa. Kennarinn er vakandi fyrir þeim tækifærum sem upp koma í leik barna og notar þau til að kveikja áhuga þeirra og styðja þannig við nám þeirra .
Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar Fréttamynd - Foreldrakaffið í febrúar

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn