Sumarlokun leikskólans 2024

Sumarlokun er frá 10. júlí til og með 7. ágúst 2024.
Leikskólarnir loka kl: 13:00, þriðjudaginn 9. júlí og opna kl: 13:00, fimmtudaginn 8. ágúst vegna frágangs og undirbúnings.
Leikskólanefnd lagði til árið 2023 að eftirleiðis yrði sumarlokun leikskóla fjórar vikur á sama tímabili hvert ár. Lokunartímabilið er aðeins breytilegt á milli ára en vegna frágangs og undirbúnings lokar leikskólinn kl: 13:00 á þriðjudegi og opnar kl:13:00 á fimmtudegi eftir frídag verslunarmanna. Þetta eykur fyrirsjáanleika fyrir fjölskyldur og starfsfólk leikskóla. Undanfarin ár hefur þessi tími verið valinn af foreldrum og starfsfólki allra leikskóla Kópavogs.