Kynningarfundur vegna breytinga í leikskólum Kópavogs

Föstudaginn 25.ágúst næstkomandi er boðað til fundar með foreldrum ásamt menntasviði Kópavogs til að kynna nánar þær breytingar sem verið er að innleiða í leikskólum Kópavogs um þessar mundir. 
Fundurinn verður haldinn í matsal Snælandsskóla og hefst 8:30 og er áætlað að hann standi yfir í eina klukkustund.
 
Fundurinn verður sameiginlegur með leikskólunum Álfatúni og Grænatúni.
 
Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér þessar fjölþættu og spennandi breytingar.