Krakkahestar

Krakkahestar komu í dag í boði foreldrafélagsins og vöktu mikla lukku meðal barnanna. Fyrst fengum við fræðslu um hestana, fróðleik um reiðtygin og umhirðu sem og hvernig maður umgengst hesta. Síðan var farið á bak og fékk hvert barn lítinn reiðtúr um garðinn og var gleðin og ánægjan mikil með hestaferðina. Við þökkum foreldrafélagi Furugrundar kærlega fyrir skemmtilega stund með Krakkahestum.