Vikan 15. - 19. maí.
Næsta vika 15. - 19.maí verður óvenjuleg í leikskólanum bæði vegna námsferðar starfsfólks sem og vegna verkfalls starfsmannafélags Kópavogs. Námsferð starfsfólks hefst skipulagsdaginn 17.maí og verður því leikskólinn lokaður þann daginn sem og 18.maí - uppstigningardag og skipulagsdaginn 19.maí. Verkfall starsmannafélags Kópavogsbæjar hefst, ef ekki næst að semja, á mánudaginn 15.maí og mun standa allan daginn og verður þvi leikskólastarf mjög skert hvað varðar mætingu barna og starfsemi. Þriðjudaginn 16. maí er verkfall áætlað fyrir hádegi til kl.12 og gildir sama skerðing því hálfan daginn þar.