Dagur stærðfræðinnar

Alþjóðadagur stærðfræðinnar var haldinn hátíðlegur í leikskólanum í vikunni og tóku allar deildir leikskólans þátt í deginum með vel útfærðum hringekjum(stöðvum) þar sem deildir elstu/mið og yngstu barna unnu saman að mismunandi verkefnum. Stöðvavinnan fór fram með skipulögðum hætti þar sem nemendur fóru á milli stöðva/verkefna í ákveðinni röð og voru á hverri stöð í ákveðinn tíma. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá voru verkefnin fjölbreytt og vöktu einlægan áhuga barnanna.

Af hverju héldum við upp á dag stærðfræðinnar?
Í leikskólanum vinnum við með stærðfræði í daglega lífinu, við kennum nemendum okkar að telja, eflum rýmisgreind þeirra og vinnum með form en börn á leikskólaaldri kynnast fyrst stærðfræði á óformlegan hátt en óformleg stærðfræði er það sem barn notar í sínu daglega lífi og hefur lært í gegnum leiki og upplifun sína á umhverfinu. Óformleg stærðfræði er talin vera undirstaða þeirrar formlegu stæðrfræði sem kennd er síðar í grunnskóla og áfram.

Stærðfræðidagur Furugrundar heppnaðist einstaklega vel og voru allir ánægðir með hvernig til tókst bæði börn og starfsfólk.