Öskudagurinn 2023

Við héldum upp á Öskudaginn með tiltölulega hefðbundnu sniði. Öskudagsball var þema dagsins en Álfa-og Dvergasteinn héldu ball saman sem og Mána- og Dropasteinn. Deildirnar Óska - og Töfrasteinn héldu svo sína skemmtunina hvor.
Börnin á Mána- og Dropasteini slógu svo köttinn úr tunnunni en elstu börnin bjuggu til frábæra tunnu með auðvitað gervi kisu í. Mikil gleði og búningalitadýrð einkenndi þennan dag og voru allir sérlega ánægðir með daginn.