Dagur leikskólans

Við héldum upp á Dag leikskólans í dag. Markmiðið með Degi leikskólans er að gera starf kennara á leikskólum sýnilegt og beina kastljósi að því faglega og metnaðarfulla starfi sem þar er innt af hendi.

Við í Furugrund buðum því börnum leikskólans upp á sólarpönnukökur og starfsfólki skólans upp á kennaraköku í tilefni dagsins.

Nokkur orð um aðalnámsleið barna á leikskólaaldri, leikinn.
Leikur er órjúfanlegur þáttur bernskuáranna og þungamiðja leikskólastarfsins. Leikur er sjálf sprottinn og börnum eðlislægur. Þau leika sér af fúsum og frjálsum vilja og á eigin forsendum. Leikur er meginnámsleið barna. Hann skapar börnum tækifæri til að læra og skilja umhverfi sitt. Leikurinn kallar á fjölbreytta notkun tungumálsins, hreyfingu, félagsleg samskipti og tilfinningatengsl. Leikur getur verið bæði markmið og leið í leikskólastarfi. Þegar leikur er nýttur sem leið eru sett fram ákveðin markmið sem ætlunin er að ná í gegnum leikinn. Námssvið leikskólans fléttast inn í leik barna þegar starfsfólk tengir á markvissan hátt markmið þeirra við leik (Aðalnámskrá leikskóla,2011)


Fréttamynd - Dagur leikskólans

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn