Ljósadagur og þorrablót.

Á þrettándanum var ljósadagur leikskólans haldinn með ljósagangi um allan skólann. Hvert sem litið var voru börn með vasaljós eða annars konar ljós í höndunum. Mikil gleði og kátína skapaðist sem lýsti okkur svo ágætlega í þessu skammdegi sem tilheyrir vetrinum.
Þorrinn og þorrablót Furugrundar átti sér svo einnig sinn stað og tíma. Börnin undirbjuggu Furugrundar blótið með því að búa til þorrakórónur sem svo skreyttu hvert höfuð á sjálfan þorrablótsdaginn. Við gæddum okkur á grjónagraut ásamt ýmsum bragðdæmum af dýrindis þorramat. Ekkert þorrablót er án söngs og var sungið við raust lagið Þorraþrællinn. Börnin skemmtu sér konunglega að smakka þorramatinn sem þeim hugnaðist misvel.

Fréttamynd - Ljósadagur og þorrablót. Fréttamynd - Ljósadagur og þorrablót. Fréttamynd - Ljósadagur og þorrablót. Fréttamynd - Ljósadagur og þorrablót. Fréttamynd - Ljósadagur og þorrablót. Fréttamynd - Ljósadagur og þorrablót. Fréttamynd - Ljósadagur og þorrablót. Fréttamynd - Ljósadagur og þorrablót. Fréttamynd - Ljósadagur og þorrablót. Fréttamynd - Ljósadagur og þorrablót. Fréttamynd - Ljósadagur og þorrablót. Fréttamynd - Ljósadagur og þorrablót. Fréttamynd - Ljósadagur og þorrablót. Fréttamynd - Ljósadagur og þorrablót. Fréttamynd - Ljósadagur og þorrablót. Fréttamynd - Ljósadagur og þorrablót.

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn