Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa.

Jólaskemmtun ársins sem haldin var í leikskólagarðinum var afar vel heppnuð og slógu Skjóða og félagar hennar í gegn hjá börnunum. Flest öll börnin voru mjög spennt fyrir þeim félögum og nutu þess að syngja og dansa með þeim þó að alltaf séu einhverjir sem eru minna hrifnir og halda sig í smá fjarlægð. Við fengum einstaklega gott veður og bæði fullorðnir og börn skemmtu sér konunglega.

Piparkökubakstur ársins tókst einnig ljómandi vel og voru bakaðar nokkur hundruð piparkökur sem við munum gæða okkur á næstkomandi daga. Einnig munu börnin færa ykkur piparkökur heim fyrir jólin. 

Við þökkum einnig kærlega fyrir tilkomumikla ostakörfu sem foreldrafélag Furugrundar færði okkur.

Í jólamánuðinum þá leggjum við áherslu á að halda í rútínuna okkar hér í Furugrund þó við brjótum hana einnig upp með ýmsu skemmtilegu sem tengist jólunum.
Við leggjum áherslu á að draga úr þeirri spennu sem jólamánuðurinn getur oft valdið og sláum rólegheita taktinn með jólasöngvum og gleði sem gefa okkur ljúfan tón inn í aðventuna.


Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa. Fréttamynd - Jól í garðinum, piparkökubakstur og ostakarfa.

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn