Lestrarátaki lokið

Lestrarátaki Lubba er lokið og erum við ákaflega ánægð með þátttökuna en það söfnuðust mörg lestrarbein sem skreyta nú glugga og hurðir deilda leikskólans, Við hvetjum forráðamenn áfram til heimalesturs með börnunum sínum því "rannsóknir hafa sýnt fram á að lestur fyrir börn á heimilum hefur áhrif á lestraráhuga þeirra, eflir læsi og leggur grunn að því að börnin njóti þess að lesa sjálf síðar meir. Mikill bóklestur færir börnum reynslu af ritmáli sem beinir athygli þeirra að hlutverki, eðli og uppbyggingu ritaðs máls. Sögulestur eflir enn fremur orðaforða og skilning, sem og vitund barna um sögubyggingu. Allt er þetta mikilvægt fyrir lestrarnám barnanna (Pence og Justice, 2012)."(https://lesvefurinn.hi.is/node/212).
Fréttamynd - Lestrarátaki lokið Fréttamynd - Lestrarátaki lokið Fréttamynd - Lestrarátaki lokið Fréttamynd - Lestrarátaki lokið

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn