Sími  441 6300 - 840 2678

Námskrá

Námskrá

23.10.2017

Skolanamskra

Skólanámskrá Furugrundar (PDF skjal) er nánari útfærsla á aðalnámskrá leikskóla og felur í sér uppeldis- og námsáætlun leikskóla þar sem markmið eru sett og skilgreindar leiðir að þeim markmiðum. Skólanámskráin tekur mið af sérstöðu leikskólans og skólastefnu Kópavogs. Við gerð Skólanámskrár Furugrundar var lögð áhersla á aðkomu foreldra og alls starfsfólks. Hún tekur mið af áhuga barna og sjónarmiðum og unnin í samvinnu leikskólakennara, annars starfsfólks, barna og foreldra. Með þátttöku og samræðum þessara aðila mótuðust helstu áherslur og viðmið í starfi leikskólans. Skólanámskráin er því eins konar sáttmáli um hvaða leiðir leikskólinn ætlar að fara í starfsaðferðum og samskiptum til að efla menntun barna og stuðla að starfsþróun og fagmennsku innan leikskólans. Skólanámskráin á að vera lifandi og munum við endurskoða hana reglulega.

Námskrár leikskóla Kópavogs

Námskrá 1 til 2 ára barna

Námskrá 3 til 4 ára barna

Námskrá 5 ára barnaÞetta vefsvæði byggir á Eplica