Sími  441 6300 - 840 2678

Starfsmannastefna

Starfsmannastefna

19.3.2018

Samvinna og samstarf starfsmanna er mikilvægur þáttur í leikskólastarfinu. Starfsmenn eru með mismunandi reynslu og þekkingu. Við viljum skapa hér starfsanda og starfsumhverfi sem er opið og þar sem skoðanaskipti geta átt sér stað. Við erum það sem við gerum. Starfið er ekki aðeins til að afla tekna heldur hluti af sjálfsmynd okkar. Það er mikilvægt að vinnan hafi tilgang í okkar augum ekki síður en umhverfisins.

Grundvallarreglur sem gengið er út frá í samstarfi eru:

  • Virðing: Við komum fram af virðingu hvort við annað. Komum fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur.
  • Heildtæk hugsun: Tekið er á móti öllum á þeirra forsendum. Hver einstakling­ur er metinn út frá hæfileikum sínum en ekki því sem hann getur ekki. Litið er á margbreytileika sem sjálfsagðan hlut og það sé kostur fremur en löstur að fólk er ólíkt.
  • Heildtækt gildismat: Í því felst að við notum sameiginlegar starfsaðferðir og sama stefna er viðhöfð í uppeldi barna í öllum leikskólanum og í öllu því er lýtur að starfinu. Heildtækt gildismat byggir á starfslegum, fræðilegum og siðferðislegum rökum.
  • Trúnaður og traust: Við viðhöfum þagmælsku um mál sem lúta að börnunum og aðstæðum þeirra. Við forðumst það í hvívetna að fella dóma. Gleði má auka á öllum sviðum.

Í Furugrund er starfandi starfsmannafélag sem sett hefur sér eigin lög og reglur.   Félagið heldur utan um alla fjársöfnun sem viðhöfð er í starfsmannahópnum.Þetta vefsvæði byggir á Eplica