Sími  441 6300 - 840 2678

Hópastarf

Fyrirsagnalisti

Samstarf skóla - 5.11.2014

Í vetur þá verða elstu börnin okkar í alþjóðlega samstarfi þar sem áherslan verður lögð á geiminn, stærðfræði og ensku.

Hópastarf - 29.10.2014

Markmið hópavinnu er að:

- læra að starfa í hóp að sameiginlegu markmiði
- auka samskiptahæfni.

Börn sem eru saman í hóp læra að þekkja hvort annað og treysta hvert öðru, það er grundvöllur að góðu samstarfi og vináttu. Börnunum er skipt í hópa eftir aldri og þroska og verkefnin og vinnan er miðuð við hvern aldurshóp.
Hópavinna er einu sinni í viku. Sami starfsmaður er með hópinn allan veturinn. Fjöldi barna í hóp er 6 - 8 börn, en 3 - 4 á yngri deildum. Ég sjálfur er verkefnið hjá litlu börnunum og hjá yngstu hópum á eldri deildum og fléttað er inn í fræðslu um litina. Þema vetrarins er alltaf tengt umhverfinu á eldri deildum. Í þemavinnu er unnið samkvæmt ákveðnu skipulagi. Vinnan byrjar á því að börnin heilsast, þau draga sér félaga og farið er í upphitunarleik. Leikirnir eru fjölbreyttir, hreyfileikur, einbeitingarleikur, spil eða ímyndunarleikur. Tilraun er gerð með efniviðinn sem á að nota. Þá kemur aðalæfing og verkefni dagsins. Í aðalæfingu er oftast unnið skapandi starf, hvort sem það felst myndsköpun, föndri, ljóða eða sögugerð. Hringnum lýkur með framsögn þar sem börnin segja frá verkum sínum eða flytja eitthvað frá eigin brjósti. Hringnum er lokað með því að kveðjast. Markmið þemavinnunnar fléttast öðrum markmiðum leikskólans. Að byggja upp jákvæða sjálfsmynd og að barnið öðlist trú á eigin getu, læri að vinna í hóp og einstaklingslega.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica