Jólaball í Guðmundarlundi

Við héldum jólaball þann sjöunda desember upp í Guðmundarlundi. Þennan dag var ansi blautt og hált úti, það hafði rignt um nóttina ofan í snjóinn sem komið hafði deginum áður og því var mikil væta í Guðmundarlundi. Jólatréð sem dansa átti í kringum og svæðið þar í kring var orðið að stórfljóti, rafmagnið fór af og því voru góð ráð dýr. Rafmagninu var svo reddað og jólaballsvæðið flutt yfir á betra og öruggara svæði og litlu krúttlegu jólatré var svo komið fyrir á miðju svæðinu. Á móti okkur tók hún Skjóða en Grýla mamma hennar kallar hana reyndar Leiðindaskjóðu. Skjóða sagði okkur sögu af mömmu sinni, henni Grýlu, Þetta var mjög skemmtilegt ævintýri sem fangaði athygli barnanna.

Einnig komu þeir Skyrgámur og Hurðaskellir í heimsókn. Þeir voru mjög hressir og mjög skemmtilegir og héldu uppi fjörinu um leið og þeir stjórnuðu dansinum í kringum jólatréð sem þeim fannst þó vera óttalega hrísla. Að lokum buðu Hurðaskellir, Skyrgámur og Skjóða okkur öllum upp á heitt kakó, piparkökur og mandarínur. Þetta var mjög skemmtileg ferð og allir voru ánægðir með vel heppnað jólaball.
Fréttamynd - Jólaball í Guðmundarlundi Fréttamynd - Jólaball í Guðmundarlundi Fréttamynd - Jólaball í Guðmundarlundi Fréttamynd - Jólaball í Guðmundarlundi Fréttamynd - Jólaball í Guðmundarlundi Fréttamynd - Jólaball í Guðmundarlundi Fréttamynd - Jólaball í Guðmundarlundi Fréttamynd - Jólaball í Guðmundarlundi Fréttamynd - Jólaball í Guðmundarlundi Fréttamynd - Jólaball í Guðmundarlundi Fréttamynd - Jólaball í Guðmundarlundi Fréttamynd - Jólaball í Guðmundarlundi Fréttamynd - Jólaball í Guðmundarlundi Fréttamynd - Jólaball í Guðmundarlundi Fréttamynd - Jólaball í Guðmundarlundi Fréttamynd - Jólaball í Guðmundarlundi Fréttamynd - Jólaball í Guðmundarlundi

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn