Útskrift elstu barna

Það eru stór tímamót í lífi barna að hætta í leikskólanum, kveðja lífið þar og hefja nám í grunnskóla að hausti. Börnin í Furugrund eru mörg hver búin að vera saman síðan þau byrjuðu í leikskólanum innan við tveggja ára gömul og hefur verið gaman að fá að fylgjast með þeim þroskast og dafna á þessum árum. Haldin var útskriftarathöfn miðvikudaginn 10. júní úti í garði og foreldrum boðið að vera viðstaddir. Börnin fengu afhendar EBV bækurnar sínar (Elstu Barna Verkefni), reynitré og lesin voru nokkur vel valin hrósyrði sem þau höfðu sagt um hvert annað. Börnin fóru einnig í óvissuferð yfir daginn og gistu um nóttina í leikskólanum. Dagurinn var í heild afar vel heppnaður og voru bæði börn og kennarar alsæl með þetta fyrirkomulag.