Lestrarátak Lubba

Þessa vikuna stendur yfir lestrarátak Lubba eða þann 14. nóv. - 18.nóv.

Tilgangur átaksins er að hvetja foreldra til að lesa fyrir börnin enda sýna rannsóknir að gæðalestur stuðli að auknum orðaforða, auknum hlustunarskilningi, aukinni uppbyggingu frásagnar og auki líkur á farsælu lestrarnámi hjá börnum. Lestur eykur jafnframt máltilfinningu og byggir upp jákvætt viðhorf gagnvart bókum og lestri. Ekki má gleyma hversu notaleg stund skapast milli barna og foreldra við lestur bóka.

Hugmyndin er að foreldrar lesi bækur heima með börnum og börnin fái svo tækifæri til að segja frá bókinni í samverustund. Þannig fá börnin möguleika á að æfa frásögn og rifja upp söguna sem eru hvoru tveggja mikilvægir hlekkir í undirbúningi fyrir lestrarnám.
Hérna er hægt að kynna sér námsefnið Lubba: https://lubbi.is/index.php/rannsoknir/serstadha-lubbaefnisns
Við hvetjum alla til bókalesturs og að muna eftir að skila inn málbeinunum þar sem heiti bókar kemur fram.