Sími  441 6300 - 840 2678

Dvergasteinn

Fyrirsagnalisti

Sól og tungl - 2.2.2015

Leikskólinn tekur þátt í verkefni um himingeiminn.  Hérna er svo smá afrakstur af þeirri vinnu.

Bangsar, náttföt, lest og myndlist. - 13.11.2014

Það er ýmislegt brallað á Dvergasteini.

 

Fjör í snjónum - 29.10.2014

Við notuðum tækifærið og skemmtum okkur vel í snjónum þegar hann kom svona óvænt í heimsókn til okkar.

 

Bleikur dagur - 16.10.2014

Bleiki dagurinn var tekinn með trompi hjá okkur á Dvergasteini.

Foreldrakaffi - 9.10.2014

Við þökkum kærlega fyrir komuna í foreldrakaffinu síðastliðinn föstudag og okkur langar í kjölfarið að sýna ykkur nokkrar myndir frá kaffideginum okkar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

Hópastarf - 2.10.2014

Hópastarf mun hefjast af fullum krafti mánudaginn 6. október á Dvergasteini. 

Hérna eru nokkrar myndir af því sem við erum búin að vera að gera undanfarið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sumar og stundum sól. - 26.6.2014

Við erum í sumargírnum. 

Í leikskóla er gaman. - 19.6.2014

 

 

Daglegt líf. - 5.6.2014

 Nokkrar myndir úr daglegu lífi á Dvergasteini.

 

Við fundum regnboga. - 22.5.2014

Undanfarna daga þá höfum við á Dvergasteini verið á fullu í undirbúningi fyrir sýninguna í júní. 

 Börnin æfa nýja söngva og verkefni eru kláruð.  Það vakti mikla furðu og kátínu, í miðjum önnum,

 þegar nemendur Dvergasteins uppgötvuðu regnboga á salernisgólfi Dvergasteins. 

Um þennan regnboga sköpuðust miklar umræður sem allir höfðu sína skoðun á.

Grænir fingur, listaverk og útivera. - 15.5.2014

 

Afmælisbörn og ýmislegt fleira. - 8.5.2014

 Þessar hnátur áttu afmæli.

 

 

 

Afmælisbarn. - 3.4.2014

Þessi unga snót átti afmæli í síðustu viku.

Útivera - 12.3.2014

Það var svo gaman hjá okkur í útiveru, pollar út um allt og nóg að gera við drullumallsgerð.

 

Við erum líka ákaflega dugleg við að klæða okkur sjálf og setjast og  bíða eftir því að leggja af stað í leikfimi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Konudagskaffi - 26.2.2014

Við héldum upp á konudaginn og í því tilefni þá eru myndir af því hér að neðan.

Það er alltaf gaman að leika sér með kubba.

 

Snjóleikur - 10.2.2014

Það var mikið fjör hjá okkur úti í snjónum

.

Bóndadagskaffi - 30.1.2014

Við héldum upp á bóndadaginn með morgunverði með þorraívafi.

Hérna eru einnig myndir úr daglega lífinu hjá okkur á Dvergasteini.

Þorrablót - 23.1.2014

Við héldum þorrablót í dag.

 

 

Í leikskóla er gaman. - 16.1.2014

Við leikum með alls kyns efnivið. 

Jólin kvödd á þrettándanum. - 8.1.2014

Á Þrettándanum fóru leikskólabörnin á Furugrund í hersingu niður í Asparlundi til að kveðja jólin.  Þar sátu þau við varðeldinn og sungu og trölluðu.  Einnig myndaðist mikil stemning við það að sjá ljósaluktina hefja sig á loft.

 

Gaman saman - 27.11.2013

Það er alltaf gaman hjá okkur á Dvergasteini .   

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                                                               

Dansinn dunar og við æfum okkur í fínhreyfingum. - 20.11.2013

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Moldastund - 13.11.2013

Einu sinni í viku þá höfum við Moldastund og það er víst óhætt að segja að það er mikil ánægja með þessa stund á meðal barnanna.  Hérna eru svo nokkrar myndir frá einni slíkri stund.

Jóu jóga og bland í poka. - 30.10.2013

Hérna eru nokkrar myndir af því sem við höfum verið að bralla undanfarnar vikur.

Boltaleikur - 23.9.2013

Afmælisbarn og enn fleiri myndir. - 16.9.2013

Þessi pjakkur varð þriggja ára um daginn og auðvitað þá fékk hann kórónu.  

Ef þið smellið síðan á myndina af þessum litla herra þá koma enn fleiri myndir af görpunum á Dvergasteini.

Nýjar myndir - 11.9.2013

Við erum ekki alveg byrjuð í hópastarfinu okkar en við byrjum í leikfimi í næstu viku og svo vikuna þar á eftir þá hefst hópastarf haustsins.  Hérna fyrir neðan eru svo nokkrar myndir til að skoða.

Haustið á Dvergasteini - 21.8.2013

Nú eru allir að "jafna" sig eftir sumarfríið og eru að detta inn í haustskipulagið.

Það sem við á Dvergasteini erum að gera þessa dagana, er að kveðja eldri nemendur og aðlaga nýja.  Skipulagða starfið okkar hefst svo í kringum 6-9 september. 

Heimsókn heim til Ásdísar - 21.6.2013

Í dag fórum við öll í heimsókn heim til Ásdísar. Ásdís á heima upp á Vatnsenda og þurftum við að taka strætó langa leið. Við undum okkur svo í sólinni í garðinum við húsið dagspart og fengum grillaðar pylsur í hádeginu.

Ellefu stelpur fóru í göngutúr - 12.6.2013

 

Við fórum í göngutúr í dalnum og skemmtum okkur konunglega.  Við lærðum að aldursgreina tré og komumst að því að sum höfðu náð 20 ára aldri.  Ef þið "klikkið" á fyrstu myndina þá kemur upp myndaalbúm á Flickr þar sem þið getið skoðað fleiri myndir frá göngutúrnum okkar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við kvöddum lítinn vin okkar og fögnuðum nýjum. - 5.6.2013

Tveir herramenn fóru í göngutúr. - 27.5.2013

Og hérna eru myndir af því.

Nýjar myndir. - 22.5.2013

Hérna koma svo nýjar myndir af okkur.

Gleði úti og inni ásamt nokkrum myndum frá sýningunni.  Þið sjáið myndirnar með því að smella á fyrri myndina. - 16.5.2013

Myndir frá því í páskaföndrinu - 17.4.2013

Þótt seint sé þá ákváðum við að setja inn nokkrar myndir frá því að við föndruðum fyrir páskana. 

Hópastarf í dag - 15.4.2013

Við vorum í hópastarfi í dag en eftir hádegið þá ákváðum við að njóta útiveru.  Það voru allir kátir með það að fá sól og næstum því sumar og voru uppi miklar vangaveltur um hvort að sumarið sé núna komið og hvort við þyrftum nokkuð útigallana meira.  Við ákváðum þó að vera eitthvað áfram í útigöllunum bara svona til öryggis.

Frjáls leikur - 11.3.2013

Búningaleikur - 8.3.2013

Mömmu og ömmu kaffi. - 25.2.2013

Við þökkum ömmum, mömmum og systrum komuna í kaffiboðið okkar.  Hérna eru nokkrar myndir.

 

Útiveru fjör. - 20.2.2013

Öskudagur - 20.2.2013

Síðbúnar myndir af okkur á Öskudaginn. 

Leikur með iPad - 14.2.2013

Í morgun voru þrjú börn að leika sér með iPadinn. Eins og sjá má þá má læra fleira en stærðfræði á því að leika með iPad. Börnin voru dugleg að ræða saman og skiptast á. iPad er því gott leikefni til þess að efla málþroska og félagslega hæfni barnanna.Við tókum smástund af leik þeirra upp á myndband.
Smelltu hér til þess að sjá myndbandið.


iPadleikur

Poppað og skoppað á Degi Leikskólans - 6.2.2013

Við fórum og héldum upp á Dag Leikskólans í Lundinum okkar þar sem við poppuðum og settum á loft svifluktir.  Allir skemmtu sér ljómandi vel og auðvitað var hann herra Moldi með í för.  Endilega skoðið myndirnar af okkur.

 

 

 

 

 

Bóndadagskaffi - 25.1.2013

Við buðum pöbbum og öfum í bóndadagskaffi eða hafragraut, slátur og kaffi og áttum ánægjulega stund í morgunsárið.  Hérna eru svo nokkrar myndir frá því í morgun.

 

 

Við lærum að telja. - 10.1.2013

 

Heimsóknir sem við fengum fyrir jólin - 3.1.2013

Við fengum skemmtilegar heimsóknir um jólin, hérna eru myndir.

Daglegt líf í desember - 18.12.2012

Við vorum að setja inn nýjar myndir frá daglegu lífi í desember.

Í endurvinnsluna með það. - 4.12.2012

Þessi litla vinkona okkar ákvað að koma með mjólkurumbúðirnar að heiman og fara með í endurvinnsluna í leikskólanum. Hún skolaði fernuna og braut hana saman eftir kúnstarinnar reglum. 

Afmæli - 27.11.2012

Þessi unga stúlka átti afmæli í dag.

Fyrsti snjórinn í vetur - 22.11.2012

Mikil gleði yfir fyrsta snjó vetrarins og hérna eru líka tvö vetrar afmælisbörn.

Kennarar koma í öllum stærðum. - 16.11.2012

Aðstoðarkennari Dvergasteins tók sig til og stýrði Lubbastund með miklum myndugleika.

Dans - 13.11.2012

Danskennslan hjá Dagný Björk  er byrjuð og flest börnin tóku virkan þátt strax í fyrsta tíma. Hér á myndunum sést hvað þetta er gaman, hlökkum til næsta tíma á föstudaginn.

Afmælisbörn - 31.10.2012

Afmælisbörnin okkar fínu og flottu.

Hópastarf - 31.10.2012

Við viljum minna á að foreldrar kynni sér hópastarfið okkar en við bloggum um það undir flokknum "Hópastarf" - Kisu og Ugluhópur. 

Nýjustu fréttir hjá okkur eru þær að við fengum nýjan nemanda inn á Dvergastein en það er hún Engilráð.  Engilráð er andarungi sem fer heim með börnunum í nokkra daga og tekur þátt í lífi þeirra þar.  Þegar börnin skila svo Engilráð aftur þá segja þau okkur hinum frá því hvað Engilráð aðhafðist þá daga sem hún var í heimsókn hjá viðkomandi barni. Hérna getið þið fengið fleiri

upplýsingar um hana Engilráð.   Við viljum einnig minna á vináttu verkefnið okkar um hann Molda og drottninguna, hér  að neðan eru myndir tengdar því.  

Jóujóga - 3.10.2012

Við fórum í okkar vanalega föstudags jóga.  En Jóujóga verður fastur liður á föstudögum í vetur.  Eins og sjá má af myndunum þá eru börnin mjög dugleg og njóta þess að taka þátt. Hérna er myndasyrpa af jógatímanum.

 

Hundrað ára afmæli ömmu Rósar. - 19.9.2012

Þann 14 september þá varð amma hennar Ásdísar 100 ára.  Okkur á Dvergasteini fannst það alveg tilvalið að samgleðjast með Ásdísi.  Hérna er svo dæmi um þá tónlist sem amma Rós hefði hugsanlega hlustað á þennan dag árið 1912 en þá var þetta svolítið vinsælt.

 

 

  

 

 

        

 

Afmælisbörn - 12.9.2012

Við héldum upp á afmæli tveggja ungra stúlkna en þær urðu 3 ára gamlar.  Hérna eru einnig nokkrar myndir nemendum í leik. 

 

 

Myndir - 17.8.2012

Hér má sjá nokkrar myndir teknar eftir frí.

Gaman saman - 14.8.2012

Við á Dvergasteini gleðjumst yfir því að hittast á ný eftir sumarfrí. Í hönd fer nú tími aðlögunar, við kveðjum gamla vini og kynnumst nýjum.

Vetrarstarf hefst ekki formlega fyrr en í haust en þangað til þá höldum við bara okkar striki og lærum sitt lítið á hverjum degi í gegnum leikinn.

  

Gönguferð og kveðja - 5.7.2012

Við fórum og gáfum öndunum brauð í dag og ein dama bauð okkur upp á ís í kveðjuskyni.

Afmæli á Dvergasteini - 2.7.2012

Við héldum upp á þriggja ára afmæli  einnar dömunnar í dag. Sjá fleiri myndir

 

Kveðjuhóf - 2.7.2012

 Á föstudaginn voru elstu börnin útskrifuð með smá viðhöfn, fengu þau viðurkenningaskjal og svo var óvissuferð á eftir. þessi börn munu svo flytjast á eldri deildar fljótlega eftir sumsrfrí.

 

Strætóferð á Rútstún - 27.6.2012

Við á Dverga- og Álfasteini ákváðum að leggja land undir fót og taka strætó niður á Rútstún.  Þar voru leiktæki sem við skemmtum okkur vel í.  Við borðuðum nesti og nutum góða veðursins áður en við hoppuðum upp í leið 35 og héldum heim á Furugrund.

Afmælisbarn, nowBoard og daglegt líf. - 26.6.2012

Hérna

eru nokkrar myndir af því þegar við vorum að æfa okkur á nýrri tækni með nowBoard.  Við skemmtum okkur konunglega og munum nota þetta undratæki eitthvað áfram.

Rútstún - 25.6.2012

Þar sem lögreglan í Kópavogi hefur ekki tök á að taka á móti okkur núna stefnum við á hópferð á Rútstúnið á miðvikudaginn, við tökum þá strætó kl 9:15 og verðum komin til baka aftur rétt fyrir kl 11.   

Fyrsta ferð í Skólagarðana - 19.6.2012

Hérna fyrir neðan eru myndir af fyrstu ferð okkar á Dvergasteini í Skólagarðana.

Sumarstarf - 13.6.2012

Í sumar ætlum við að vera dugleg að fara í vettvangsferðir hingað og þangað um bæ og borg. Við skrifum um ferðirnar og setjum inn myndir á hópastarfssíðunni okkar.

Ásdís farin til annarra starfa - 6.6.2012

Ásdís okkar er hætt hjá okkur á Dvergasteini og hefur hafið störf sem deildarstjóri á leikskólanum Urðarhól.  Við munum sakna hennar mikið. Í sumar mun stúlka úr unglingavinnunni vera okkur til aðstoðar á Dvergasteini eins og svo oft áður.

Í dag miðvikudag þá fórum við í leikfimi en annars mun útivera, vettvangsferðir og göngutúrar vera áberandi þáttur í starfi okkar í sumar.

Gönguferð í dalnum - 22.5.2012

Sýningardagur - 15.5.2012

Við viljum þakka öllum sem komu á sýninguna okkar fyrir komuna.  Þetta var einstaklega ánægjulegur dagur og við tókum auðvitað myndir í tilefni hans eins og sjá má hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í dagsins önn - 3.5.2012

Við erum að leggja lokahönd á verkefnin sem við höfum verið að sinna á vorönn ásamt því að skella okkur á bókasafn í tilefni af Degi bókarinnar.  Við héldum upp á afmæli einnar lítillar blómarósar en myndir eru komnar eins og sjá mér hér inn á Flickr.

Myndir úr daglegu starfi - 11.4.2012

Sólin hækkar á lofti og daglega starfið okkar litast af því.

 

Gleðilega páska - 3.4.2012

Ferðalag með kort í póstkassa - 27.3.2012

Í morgun lögðum við í leiðangur til þess að setja páskakort til vina okkar í Evrópu í póst. Eitt af verkefnunum í eTwinningverkefninu I'am er að vinir sendi hver öðrum páskakort. Við vorum búin að búa til 16 falleg kort og þurftum að koma þeim í póstkassa. Næsti póstkassi er í Hamraborg og þangað fórum við með strætó. Hér má sjá myndir frá ferðalagi okkar.


Útivera - 26.3.2012

Hér eru nokkrar myndir frá útiverunni í síðustu viku.

Afmælisstuð og frjáls leikur - 7.3.2012

Við héldum upp á afmæli í vikunni og svo erum við dugleg að leika okkur í leikskólanum. Við erum alltaf að taka myndir til þess að leyfa ykkur foreldrum að sjá hversu dugleg börnin eru við leik.

Öskudagsfjör - 22.2.2012

Það var mikið stuð hjá okkur í dag og skemmtu allir sér ákaflega vel.  Hérna eru einnig myndir inn á Flickr.

Í leik og starfi - 21.2.2012

Við á Dvergasteini höfum verið dugleg að hanna víkingahjálma, búa til öskupoka og bolluvendi, farið í sögu og söngstundir, könnunarleik og svo höfum við unnið að mánaðarlegu sjálfsmyndinni okkar. Við héldum einnig upp á afmæli sem allir voru ákaflega ánægðir með.

Við viljum benda ykkur á að það eru komnar nýjar myndir inn á Flickr sem þið hefðuð örugglega ánægju af því að skoða.

  

Listasmiðja - 17.1.2012

Við fórum í myndlist í dag og unnum með þorrann.  Við bjuggum til víkingahatta sem við ætlum að nota á þorrablótinu okkar sem er á föstudaginn næstkomandi.

Hópastarf fer senn að hefjast. - 3.1.2012

Nú á nýju ári þá fer hópastarf senn að hefjast aftur eftir jólafrí en það verður með sama hætti og fyrir áramót. 

Við biðjumst afsökunar á því að tenglarnir inn á myndasíðuna okkar eru ekki virkir en það er vegna hnökra í kerfinu sem verið er að laga.

Jólaferðin í Húsdýragarðinn - 14.12.2011

Í dag þá fórum við í Húsdýragarðinn og hittum þar selina, hestana og kindurnar að ógleymdum sætum en pínulítið varasömum refum.  Við hittum einnig jólaköttinn en hann bjó með stóru ljóni og ljónynju í stóru húsi í garðinum.  Okkur líkaði svona mismikið við hann.  Við komum einnig við í Grasagarðinum í kaffi Flóru og fengum okkur kakó og heimatilbúnar piparkökur en þar inni er ákaflega jólalegt og notalegt að vera.  Hérna eru myndirnar úr ferðinni.

 
 

Foreldrakaffi - 14.12.2011

Hérna eru myndir frá foreldrakaffinu á Dvergasteini.  Börnin á  Dvergasteini voru ákaflega dugleg og bökuðu piparkökur fyrir foreldra sína og systkini.Þetta vefsvæði byggir á Eplica