Sími  441 6300 - 840 2678

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Leikskóladagatal 2018 - 2019 - 30.8.2018

Leikskóladagatal 2018 - 2019 er komið inn og er hægt að nálgast það hér


Skipulagsdagur - 23.8.2018

Þann 14. september næstkomandi er skipulagsdagur                                              leikskólans og verður hann því lokaður þann dag.


Gréta kvödd - 23.8.2018

Elsku Gréta okkar kvaddi okkur í leikskólanum Furugrund eftir 30 ára starf sem leikskólakennari í Furugrund. Hún er einstök manneskja sem hefur svo sannarlega skilað sínu til allra þeirra sem notið hafa góðs af hennar mannkostum bæði börn og samstarfsmenn.  Við þökkum henni fyrir margra ára samstarf og óskum henni velfarnaðar í því sem hún mun taka sér fyrir hendur í framtíðinni.


Þakklæti - 6.7.2018

Foreldrar útskriftar nemendanna okkar komu færandi hendi í vikunni.  Við fengum dýrindis köku, listilega hannað þakkarkort og kom listamaðurinn sjálfur með og færði okkur, hann Sindri okkar, ásamt leikdóti inn á stóru deildir. Að sjálfsögðu var nýja dótið strax tekið í notkun við mikla gleði barnanna.   Við þökkum kærlega fyrir okkur og óskum öllum foreldrum og börnum að hafa það gott í sumarfríinu sem nú er á næsta leiti.


Sumar - 2.7.2018

Við á Furugrund erum ekkert að setja það fyrir okkur þó svo sólin láti ekki sjá sig.  VIð höfum haldið okkar hefðbundnu sumar dagskrá og brallað sitt lítið af hverju s.s. göngutúra, farið í ferðir í Hljómskálagarðinn, lært að búa til kramarhús,  farið var í Hvalasafnið ásamt því bara að njóta lífsins inn á leikskólasvæðinu okkar.  

Leikskólinn mun fara í sumarfrí núna í næstu viku eða þann 11. júlí á hádegi.  Við munum að venju loka kl. 13 lokunardag sumarfrís og opna á sama tíma þann 9. ágúst.

Fertugs afmæli, starfsafmæli, sumarhátíð, sýning og Erasmus  - 21.6.2018

Það var mikið um að vera á nýliðinni sumarhátíð Furugrundar.  Mörgu var fagnað á einum degi en leikskólinn varð fertugur þann 8. apríl en ákveðið var að fagna afmæli skólans á sumarhátíð hans.   Leikskólinn er þó ekki eina afmælisbarnið því leikskólastjórinn okkar hún Helga Elínborg Jónsdóttir átti 40 ára starfsafmæli og hafa hún og leikskólinn fylgst að öll þessi ár öllum til gæfu.

Sýning barnanna á afurðum vetrarins var svo slegið upp á öllum deildum og gátu aðstandendur skoðað hvað við unnum við í vetur.
Við fengum einnig góða gesti á hátíðinni okkar en bæjarstjórinn leit við ásamt, Sirkusi Íslands og skólahljómsveit Kópavogs.  Foreldrafélagið bauð upp á veitingar og skemmtiatriði að venju og veðurstofa Íslands bauð okkur upp á óvenju gott sumarveður án rigningar.
Við fengum einnig til að samfagna með okkur samstarfskennara okkar úr Erasmus + verkefninu okkar Emotional Intelligence as key to child´s success en þeir voru í heimsókn í sömu viku og sumarhátíðinn okkar var.

Starfið okkar vekur athygli - 19.6.2018

Faglega starfið okkar vekur athygli eins og sjá má á baksíðu Morgunblaðsins í dag.


Tónafljóð  - 12.6.2018

Í dag þá kom til okkar sönghópurinn Tónafljóð en hún Halla okkar á Mánasteini er ein af Tónafljóðs söngdívunum og því fannst þeim upplagt að koma og syngja fyrir okkur nokkur Disney lög.  Bæði börn, starfsfólk og bæjarvinnustarfsmenn skemmtu sér vel enda voru söngatriðin vel flutt með mikilli leikrænni tjáningu.


Útskrift  - 11.6.2018

Útskrift elstu barna leikskólans fór fram þann 30. maí síðastliðinn en börnin buðu foreldrum sínum upp á söng, kjötsúpu, kaffi og góðgæti.  Elstu börnin okkar eru þó ekki alveg farin frá okkur og verða því hjá okkur í sumar eða þangað til að grunnskólarnir hefja störf.


Berlínarferð - 27.5.2018

Ferðin okkar til Berlínar heppnaðist í alla staði vel og hófst á því að við heimsóttum INA leikskóla en leikskólinn tilheyrir hópi svokallaðra "Konsultationskita" eða samráðsleikskóla í Berlín. Það felur í sér að leikskólinn bíður fagfólk sérstaklega velkomið að kynna sér starf leikskólans sem og að þau bjóða upp á ráðgjöf og samtal á milli fagaðila. Í starfi leikskólans er lögð áhersla á list s.s. listræna tjáningu, tónlist og leiklist og nota þau listina til að taka á vandamálum sem koma upp í hversdeginum.  Núvitundarnámskeiðið sem vð fórum á var ákaflega skemmtilegt og fræðandi en Kristín Einarsdóttir íþrótta- og grunnskólakennari kenndi okkur að staldra við hér og nú og taka eftir því sem er að gerast innra með okkur og í kringum okkur án þess að dæma. Grunnnámskeiðið Leikur að læra var svo einnig fræðandi og skemmtilegt en Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum 2 - 12 ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leik, skynjun og hreyfingu á markvissan, faglegan og skipulegan hátt.  Tilfinningagreindar námskeið Lauru Lópes Martinez sérfræðings í tilfinningagreind og jákvæðri sálfræði kenndi okkur svo hvernig við getum lært að átta okkur á tilfinningum okkar og hvernig og hvaða áhrif þær hafa á ákvarðanir okkar.  Við kynntumst aðferðum við að beina tilfinningum í réttan farveg og var námskeiðið byggt upp á skemmtilegan og lifandi hátt í gegnum leik, tónlist og líkamlega tjáningu og hentar bæði sem hópefli og fyrir einstaklinga. Það var því kátt starfslið Furugrundar, tilfinningagreint og núvitundað sem snéri aftur til starfa eftir frábæra og fróðlega ferð.


Útskriftarferð í Ölfusborgir - 7.5.2018

Elstu börnin okkar fóru í lok apríl í okkar árvissu útskriftarferð í Ölfusborgir.  Það var mikil stemming og fjör, pylsur grillaðar, farið i heita pottinn, göngutúra og fleira og fleira.  Þau útskrifast svo formlega þann 30. maí í leikskólanum en þá bjóða börnin foreldrum sínum í mat sem þau munu eiga þátt í að matbúa.

Námsferð til Berlínar - 6.5.2018

Það styttist í næstu skipulagsdaga leikskólans þá fer starfsmannahópurinn til Berlínar í námsferð á vegum Leikur að læra. Við leggjum í hann miðvikudaginn 9. maí og mætum aftur til starfa á mánudeginum 14. maí.

Gleðilegt sumar - 19.4.2018

Furugrund - 40 ára - 10.4.2018

                                                                                                                                  Leikskólinn Furugrund hóf starfsemi sína 8. apríl 1978 og varð því 40 ára þann 8. apríl síðastliðinn.  Leikskólinn var til ársins 1988  tveggja deilda dagheimili þar sem 36 börn dvöldu allan daginn. Á tíu ára afmæli skólans var tekin í notkun viðbygging sem hýsir         Álfastein og Dvergastein í dag.

                                   
Börnin sem dvelja í leikskólanum árið 2018 eru 72 og á aldrinum 1. - 5 ára.     
Frábært starfsfólk hefur einkennt  starfsemi leikskólans þar sem fagmennska, endurmenntun og fræðasamfélag hefur fengið að blómstra.  Við ákváðum þó að halda bara lítið afmæli innan húss þennan merkilega dag en munum fagna afmælinu almennilega í vor.    

Við erum pínu fræg! - 4.4.2018

Við fengum smá umfjöllun í Fréttablaðinu þann 29. mars síðastliðinn en börnin voru þá í óða önn að undirbúa komu páskanna með því að leggja lokahönd á páskaföndrið. 

Gleðilega páska - 31.3.2018

Röggsamir brunavarnafulltrúar - 15.3.2018

 Einu sinni í mánuði þá skoða litlir eldvarnarfulltrúar eldvarnir leikskólans en það eru börn í elsta og mið hóp á eldri barna deildunum sem veljast í þetta mikilvæga starf.                             
Eldvarnarfulltrúarnir okkar athuga hvort að hlutirnir séu í lagi með því að fara yfir neyðarútganga og þá hvort að það sé greiður aðgangur að þeim sem og að einnig eru skoðuð slökkvitæki leikskólans.


Bolludagur - 12.2.2018

Við héldum upp á bolludaginn í dag en matmóðir okkar hún Erla bjó til dýrindis fiskibollur sem og rjómabollur í tilefni dagsins.  

Af fingrum fram - 7.2.2018

 Á degi leikskólans þá vorum við með foreldrakaffi og vorum við ákaflega ánægð með hversu margir sáu sér fært að mæta.   Við fengum einnig óvæntan glaðning því nokkrir hljómsveitarmeðlimir Skólahljómsveitar Kópavogs litu við og spiluðu af fingrum fram á hin ýmsu  hljóðfæri sem þau síðan kynntu fyrir börnunum á Dropa - og Mánasteini.

Dagur leikskólans og morgunkaffi - 2.2.2018

Dagur leikskólans verður haldinn í 11. sinn þetta árið en þennan dag  árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín og hafa því leikskólar landsins haldið upp á þennan dag með ýmsum hætti. Við í leikskólanum Furugrund munum fagna þessum degi með því að hafa morgunkaffi fyrir foreldra og börn næstkomandi þriðjudag þann 6. febrúar milli 8 - 9.15.  Við hlökkum til að sjá sem flesta. 

Sumarleyfi 2018 - 26.1.2018

Það er komin niðurstaða úr sumarleyfiskönnun leikskólans og er niðurstaðan sú að 76 greiddu atkvæði og skiptist það þannig að; tímabilið frá 12. júlí - 9. ágúst völdu 55 en tímabilið frá 2. júlí - 27. júlí völdu 12.


Þannig að fimmtudaginn 12. júlí er fyrsti dagur í sumarfríi og við opnum aftur á hádegi fimmtudaginn 9. ágúst. Við minnum á að lokað er kl:13:00 þann 11. júlí vegna frágangs .


Jóga - 25.1.2018

Leikskólinn Furugrund leggur mikla áherslu á að jóga sé hluti af vikulegri stundarskrá barnanna.  Með jóga stundunum þá er áherslan á leik og gleði. Börnin læra ýmsar jógastöður og æfingar sem styrkja jafnvægi, einbeitingu og samhæfingu og í lok hvers tíma er nemandi leiddur áfram í stutta slökun sem er jafn nauðsynleg öðrum jógahreyfingum og öndun. Það er ótrúlegt að sjá hversu vel hefur gengið í jógastundunum okkar en hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af jógastundum barnanna á Álfa - og Dvergasteini.


Frumkvöðlar - 22.1.2018

Síðastliðinn skipulagsdag þá fengum við til okkar hana Fjólu Þorvaldsdóttur sérkennara en hún er að ljúka meistaranámi í upplýsingatækni.  Fjóla hélt fyrir okkur stutt námskeið í kóðun en vegna Erasmus + verkefnisins okkar  Be a master think creatively þá munu kennarar leikskólans læra þessi grunnatriði kóðunar.  Kóðun eða forritun er hið nýja læsi og er fyrir alla.  VIð verðum með einfaldasta form forritunar/kóðunar fyrir börnin en það er forritun með og án verkfæra sem er ekki svo ólíkt því að fara í þrautakóng.  Þau forrit sem við verðum að vinna með eru t.d OSMO, Scratch jr.  Við verðum einnig með nokkur forritunar leikföng s.s. Beeboot.  Leikskólinn Furugrund er að vinna frumkvöðlastarf með því að taka inn kóðun í gegnum Erasmus + verkefnið og verður áhugavert að sjá hvert þetta ber okkur í framhaldinu.  

Starfsafmæli - 22.1.2018

Elsku matráðurinn okkar hún Erla Sigurðardóttir fékk gullúrið nú á dögunum eftir farsælt 25 ára starf við leikskólann.  Erla er mikill gimsteinn sem við höldum fast í og höfum mikla matarást á enda mikill listakokkur.  Við óskum henni innilega til hamingju með áfangann. 


Skipulagsdagur - 10.1.2018

Skipulagsdagur verður þann 17. janúar og þá er leikskólinn lokaður.  Á skipulagsdeginum þá munum við fara á námskeið hér í leikskólanum sem hún Fjóla Þorvaldsdóttir sérkennari stýrir en hún mun kenna okkur á forritin Robot mouse, OSMO Coding, Makey Makey, BEE-Bot og Schratch Jr en það eru einföld forrit fyrir börn þar sem þau læra sín fyrstu skref í einfaldri forritun.  Námskeiðið tengist því að við erum þátttakendur í Erasmus + verkefninu, Be a Master think Creatively og er forritun hluti af því sem börnin munu vinna að.  Við munum einnig fara yfir verkefni vorannarinnar ásamt skipulagi.  Við hlökkum svo til að sjá alla hressa og káta þann 18. janúar.


Sumarfrí 2018  - 10.1.2018

Við erum byrjuð að huga að sumarleyfi og höfum að venju búið til könnun þar sem hægt er að velja um það tímabil sem hentar foreldrum best.  Við höfum bæði sent foreldrum könnunina með netpósti ásamt því að setja inn  tilkynningar á síðu foreldrafélagsins á Facebook og  deildarsíður.   Valið stendur um tvö tímabil þ.e. 2. júlí - 27. júlí og 12. júlí - 9. ágúst.   Könnunin verður opin til 26. janúar.

Gleðilegt nýtt ár - 5.1.2018

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir árið sem nú er liðið.  Við í Furugrund höfum ekki setið auðum höndum undanfarið ár og munum ekki heldur gera það á þessu nýja ári 2018.  Við höldum áfram með Erasmus+ verkefnin okkar en þau eru tvö, Emotional intelligence og Be a master - think creatively.  Við höldum einnig áfram öruggri siglingu með vinnu vorannar sem endar að lokum með sýningu á verkum barnanna  í lok annarinnar en þar geta foreldrar  séð hvað við höfum verið að vinna yfir árið.  Við höldum föstum liðum eins og venjulega s.s. öskudagsballi, blótum þorrann og borðum bollur á bolludaginn.  Við viljum einnig benda á skóladagatalið okkar en það er stútfullt af fróðleik um það sem koma skal í leikskólanum. 

 Í desember síðastliðnum þá var að mörgu að hyggja, börnin bjuggu til jólagjafir fyrir foreldra sína, bökuðu piparkökur og buðu í kaffi ásamt því að farin var ferð í Húsdýragarðinn og Sivertsens húsið.

Á nýju ári þá hlökkum við til að takast á við verkefnin sem framundan eru og höldum ótrauð áfram við að mennta börn á yngsta skólastiginu.
Aðventudagatal Erasmus + - 6.12.2017

Leikskólinn Furugrund tekur þátt í aðventudagatali með samstarfslöndum sínum í Erasmus + og er þemað " að vera hjálpsamur, góður við aðra"  Við settum inn okkar framlag en við vitum ekki hvar það er í dagatalinu svo það verður spennandi að opna glugga á hverjum degi og sjá hvaða land er í það sinnið.  


Við erum byrjuð á þessu dagatali og opnum glugga á          dag  með börnunum sem finnst þetta mjög spennandi.
Hérna  er hægt að skoða dagatalið. 

Foreldrakaffi - 1.12.2017

Það var gaman að sjá hversu margir foreldrar komust til okkar í kaffi í dag, 1. desember.  Börnin voru stolt og ánægð yfir piparkökunum sem þau bökuðu og voru þær ákaflega bragðgóðar og gáfu tóninn fyrir skemmtilegan jólamánuð.

Nisha - 27.11.2017

Leikskólinn Furugrund er sólblóma leikskóli  en hugmyndin að Sólblómaleikskólum er komin frá SOS Barnaþorpunum í Noregi.

 Það sem felst í því að vera  Sólblómaleikskóli er að leikskólinn styrkir eitt ákveðið barn í SOS Barnaþorpi eða styrkir samtökin á annan hátt, t.d. með söfnun einu sinni á ári. Við í Furugrund styrkjum stúlkuna Nisha og höfum gert undanfarin ár.  Við höfum verið með söfnunarbauk við hliðina á skrifstofunni hennar Helgu leikskólastjóra en baukurinn er fótbolti.  Við tökum opnum örmum við framlögum í baukinn góða.  Fyrir helgi þá skreyttu börnin pappír og bjuggu til jólakort fyrir Nisha og pökkuðu svo inn jólagjöfinni hennar.  Jólagjöfin fór svo í póst í dag og vonum við að hún nái tímanlega til Kathmandu þar sem Nisha býr.


Erasmus + fundur á Sikiley - 23.11.2017

Þessa vikuna þá eru fulltrúar okkar, Eva, Halla og Sigrún á Sikiley á fundi allra samstarfslanda okkar í Erasmus+ Evrópusamstarfsverkefninu sem ber heitið „Emotinal intelligence as the key to child‘s success“ en  verkefnið hófst í desember 2016 og mun standa til júní 2019.

Þátttökulöndin ásamt okkur eru Ítalía, Norður-Írland, Búlgaría, Spánn, Portúgal, Kýpur og Pólland. Þátttökuskólarnir eru leikskólar, grunnskólar og skólar þar sem leikskóli og grunnskóli eru saman í einni byggingu.


Verkefnið gengur út á að þátttökulöndin deili hugmyndum og verkfærum sem þau nota til að hjálpa börnum að efla tilfinningagreind sína og félagslegan þroska. Einnig verða unnin ný verkefni frá grunni, settar upp vinnustofur og ýmislegt fleira.

Markmið verkefnisins eru ansi mörg og fjölþætt en til að nefna einhver dæmi þá er eitt markmiðið að börn læri að þekkja og setja nafn á sínar eigin tilfinningar og tilfinningar annarra. Annað markmið er að börnin geti stjórnað tilfinningum sínum                                                       og leyst deilur við jafnaldra á sjálfstæðan hátt. Eins og sést á myndunum hér fyrir                                                       neðan að þá er sköpunar- og litagleðin ríkjandi og gaman að sjá hinar ýmsu                                                               útfærslur á sameiginlega þemanu okkar sem tilfinningagreindin er.

Erasmus + - 9.11.2017

Þessa vikuna þá er Helga Jónsdóttir leikskólastjórinn okkar og hún Sólveig Sigurvinsdóttir úti í Litháen á fundi í Erasmus + samstarfsverkefninu okkar  "Be a Master think creatively" 2017 -2019 en þar eru þær ásamt hinum þátttökulöndunum að fara yfir málin og skipuleggja áframhaldandi verkefni.                                                                Helga er ábyrgðarmaður verkefnisins en Sólveig er verkefnastjóri þess. 


Myndirnar hér að neðan sýna frá því þegar samstarfsfélagarnir kynntu sig og sitt land, bæinn sinn og skólann (Spánn, Portúgal, Wales, Grikkland, Pólland).   Boðið var upp á þjóðlegan mat en myndirnar eru teknar í leikskóla verkefnisins í Vilnius í Litháen.       Dans dans og aftur dans - 9.11.2017

Okkar árlega danskennsla er nýhafin en hún mun standa yfir frá 3. nóv til og með 8.des.og er í styrkum höndum Dagnýjar Bjarkar danskennara.  Við munum svo enda þetta danstímabil með jólaballi þann 10. desember  þar sem við sýnum afrakstur danskennslunnar. 

Aðalfundur foreldrafélagsins - 31.10.2017

Aðalfundur foreldrafélags leikskólans Furugrundar fór fram þann 17. október síðastliðin en þar kynnti Gyða Rut Vildísardóttir formaður stjórnar foreldrafélagsins skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.  Almenn umræða var um kostnaðarliði og það sem gert var á árinu. 

Ný stjórn var kjörin og eru; Gyða Rut Vildísardóttir, Silja Georgsdóttir, Helga Dögg Flosadóttir, Margrét Friðriksdóttir og Eva Ósk Eggertsdóttir meðlimir stjórnar foreldrafélagsins 2017 -2018.  Varamaður var kosinn Karólína Lárusdóttir en Eva Dögg Eggertsdóttir var kjörin skoðunarmaður reikninga.                                                                                                                                                                                                                                         

 Einnig var kosið í stjórn foreldraráðs en þar voru kosnar; Sigurbjörg Egilsdóttir, Ragnheiður Jensdóttir og Anna Leoniak en Helga E. Jónsdóttir leikskólastjóri Furugrundar er svo tengiliður beggja stjórna við leikskólann.  Í lok fundar þá bauð leikskólinn upp á dýrindis súpu og heimabakað brauð sem matmóðir okkar hún Erla töfraði fram.

Hérna er hægt að nálgast fundargerðina og lesa nánar.
Náttfata - og bangsadagur - 25.10.2017

Næstkomandi föstudag þann 27. október er alþjóðlegi bangsadagurinn.  

Við höldum upp á hann með þeim hætti að allir mæta með bangsann sinn og í náttfötum.  

Læsisstefna Furugrundar - 16.10.2017

     

                                                                                                Leikskólinn Furugrund tók þátt í læsisverkefni   Kópavogsbæjar, hérna er lokaskýrslan okkar 2016-2017 og hérna er hægt að sjá læsisstsefnu Kópavogsbæjar.                                                                                                                     


Aðalfundur foreldrafélagsins - 13.10.2017


Aðalfundur foreldrafélags leikskólans Furugrundar verður haldinn þriðjudaginn 17. október kl: 18:00 – 20:00, hér í leikskólanum.  Hægt er að skrá sig til þátttöku á skráningarblað hjá hverri deild fyrir sig.

   Dagskrá...

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Kosning stjórnar foreldrafélagsins
  • Kosning í foreldraráð
  • Önnur mál

         Helga leikskólastjóri mun að loknum aðalfundi kynna vetrarstarf leikskólans.      

Á boðstólum verður dýrindis súpa og heimabakað brauð

Takk fyrir komuna - 13.10.2017

Það var góð mæting í morgunkaffi Furugrundar í dag.  Við þökkum fyrir komuna og óskum öllum góðrar helgar.

Ferðalangar frá Varsjá - 12.10.2017

Við fengum til okkar góða gesti en það voru fjórir kennarar frá Varsjá í Póllandi sem voru  hjá okkur í eina viku.  Þær vinna allar á leikskóla sem heitir Græna Baunin eða Przedszkole "Zielony Groszek" á pólsku hér er slóðin á skólann.  Þessir frábæru kennarar voru yfir sig hrifnir af leikskólastarfi Furugrundar og þá sérstaklega vakti athygli þeirra sú ástúð og hlýja sem börnunum er sýnd. Myndirnar sem fylgja hér með sýna káta ferðalanga í íslenskum lopapeysum sem fóru glaðar í heimsókn í pólska bókasafnið í Þórunnartúni í Reykjavík.

Morgunkaffi og bleikur dagur - 10.10.2017

Þið eruð velkomin í morgunkaffi föstudaginn 13. október frá 8 - 9.15 við minnum á að þann dag er einnig bleikur dagur.

Erasmus + - 10.10.2017

Við héldum annan myndbandsfundinn okkar í nýja Erasmus + samstarfinu  líkt og myndin hér að neðan sýnir.  Þema fundarins var þjóðdansinn en börn frá öllum þátttökulöndunum sýndu þjóðdansa.  

Hluti af Evrópuverkefnunum sem við erum þátttakendur í er að kynnast annarri menningu og siðum og átta okkur á hvað við eigum sameiginlegt og hvað sker okkur úr. Æfingar gengu ljómandi vel og fannst börnunum þetta mjög skemmtilegt og krefjandi.  Hérna og hérna er  hægt að sjá okkar fulltrúa á þessum fundi. Skipulagsdagur - 2.10.2017

Næstkomandi föstudag þann 6. október verður leikskólinn lokaður vegna skipulagsdags.


Gjöf frá foreldrafélaginu - 27.9.2017

Leikskólinn fékk  þessa höfðinglegu gjöf frá foreldrafélaginu en hún mun koma sér ákaflega vel inn á deildum. 

 Við þökkum kærlega fyrir okkur.

Erasmus + - 18.9.2017

Í síðustu viku bárust okkur þær góðu fréttir að Erasmus+ verkefni sem við vorum umsækjendur að ásamt leikskólum í sjö öðrum Evrópulöndum var samþykkt. Verkefnið hefur yfirskriftina: Be a Master-think creatively. Í byrjun nóvember fara Sólveig og Helga leikskólastjóri til Vilnius í Litháen þar sem lagðar verða línur og leiðir í verkefninu. Það er gaman að segja frá því að fulltrúar frá öllum skólastigum í Kópavogi eru í ólíkum verkefnum innan ramma Erasmus+, Álfhólsskóli, Salaskóli, Menntaskólinn í Kópavogi og Leikskólinn Furugund. 

Skóladagatal 2017 - 2018 - 27.8.2017

Nýtt skóladagatal er nú komið inn á heimasíðuna.  Hægt er að skoða það hér sem og undir tenglinum - skóladagatal  hér hægra megin á síðunni.

Uppskerutími - 25.8.2017

 Við á leikskólanum höfum undanfarin ár verið með reiti í skólagarðinum í næsta nágrenni við okkur.   Þetta ár var engin undantekning og hafa börnin á eldri deildunum verið dugleg í vor að rækta fyrir okkur dýrindis grænmeti.  Nú er komin uppskerutími og höfum við uppskorið mikið og gott grænmeti sem hefur svo skilað sér t.d í girnilegri kjötsúpu sem hún Erla matmóðir okkar á leikskólanum framreiddi af stakri snilld.

Skipulagsdagur - 14.8.2017

Skipulagsdagur verður þann 21. ágúst og verður leikskólinn lokaður þann daginn.  Á skipulagsdegi þá munum við leggja línurnar fyrir starf vetrarins ásamt því að fá kynningu á námskeiðum á vegum Leikur að læra.Sumarfrí lokið - 8.8.2017

Sumarfrí leikskólans er lokið og opnar hann aftur klukkan 1 í dag.  Við hlökkum til að sjá ykkur.

Götuleikhús í Furugrund - 5.7.2017

Götuleikhús Kópavogs kom í heimsókn til okkar í Furugrund í dag og sýndi leikritið Í Ævintýraskógi.  Börnin voru ánægð með leikritið þó svo að veðurguðirnir hafi ekki verið alveg nógu samvinnuþýðir.  VIð létum það þó ekki á okkur fá og nutum stundarinnar.Skólagarðar - 27.6.2017

Þegar hefðbundnu skólastarfi vetrarins lýkur þá taka við vorverkin og eitt af því sem við gerum árlega er að rækta grænmeti í skólagörðunum í Grundunum.   Það eru börnin á Dropa- og Mánasteini sem sjá um að fara og sá og yrkja en þau eru einstaklega natin og dugleg við þessi vorverk okkar.

Útskrift - 22.6.2017

Útskriftarnemendur leikskólans árið 2017 voru kvaddir þann 18. maí síðastliðinn með skemmtilegri viðhöfn.  Börnin elduðu kjötsúpu fyrir foreldra sína og buðu þeim í mat og í kjölfarið var formleg útskrift með rósa afhendingu, söng og köku.


Sumarhátíð 2017 - 15.6.2017


Annar í hvítasunnu - 1.6.2017

Mánudaginn 5. júní er annar í hvítasunnu og leikskólinn því lokaður.

Uppstigningardagur - 24.5.2017

Leikskólinn er lokaður á uppstigningardag, fimmtudaginn 25. maí.  

Ábending - 17.5.2017


Við vekjum athygli á sumardvöl fyrir 6 ára börn/fædd 2011.


Frá 9. ágúst til og með 18. ágúst verður í boði ágúst opnun dægradvala (sumardvöl) við alla grunnskóla í Kópavogi.

 Sumardvöl er í anda þeirrar stefnu að skapa bætta samfellu milli skólastiga.  Markmiðið er að
stuðla að vellíðan, öryggi og jákvæðri aðlögun barnanna, jafnt félagslega sem námslega að
umhverfi grunnskólanna áður en kennsla hefst.
Gert er ráð fyrir að börn fædd 2011 útskrifist af sínum leikskóla fyrir sumarfrí og hefji aðlögun að næsta skólastigi 9. ágúst í sumardvöl við sinn hverfisskóla.

Sumardvölin verður opin frá klukkan 8:00 að morgni til kl. 16:00 síðdegis og geta foreldrar
valið mislangan dvalartíma yfir daginn. Tekið er á móti börnunum milli 8:00 – 9:00
Boðið er upp á heitan mat í hádeginu og hressingu fyrir og eftir hádegi.
Gjald per klst. er 130kr. Gjald fyrir hádegisverð er 456 kr.,gjald fyrir hressingu er 270 kr.

Skráning í sumardvöl fer fram í íbúagátt:
Hægt er að skrá sig inn í íbúagátt annars vegar með rafrænum skilríkjum og hins vegar með
íslykli.
ATHUGIÐ - Skráningu líkur 20. maí.

Vorsýning 2017 - 17.5.2017

Við þökkum fyrir komuna á vorsýningu leikskólans.  


Vorsýning og foreldrakaffi - 8.5.2017

Vorsýning leikskólans ásamt foreldrakaffi verður næsta fimmtudag þann 11. maí.  Opið hús verður allan daginn en foreldrakaffið verður frá 8 - 9.  Við hlökkum til að sjá sem flesta. 


Útskriftarferð  - 8.5.2017

                             

Útskriftarferð elstu barna leikskólans var farin í síðustu viku eða þann 3. maí. Farið var í  Ölfusborgir þar sem pylsur voru grillaðar, farið í pottinn, einhent sér í gönguferð í Hveragerði ásamt heimsókn í Kjörís.  Tröllkerlingin hún Brussa fékk einnig til sín heimsókn en því miður var hún ekki heima en í stað þess fengu börnin bréf frá henni  sem kætti þau mikið.  Það voru því kát og glöð börn sem komu heim með góðar minningar til framtíðar. 


Afmæli - 4.5.2017

                                                             

Helga Elínborg leikskólastjórinn okkar á stórafmæli í dag.   Við fögnuðum  með henni þessum áfanga og óskum henni innilega til hamingju með afmælið í dag.
Skipulagsdagur - 3.5.2017

                                                                                                                                                                     Skipulagsdagur verður næstkomandi föstudag, þann 5. maí.  Þá er leikskólinn lokaður.

1. maí - 28.4.2017


 Baráttudagur verkalýðsins er núna næstkomandi mánudag þann 1. maí.  Þá er leikskólinn lokaður.  Við minnum einnig á að föstudaginn þar á eftir eða þann 5. maí er skipulagsdagur leikskólans og hann því lokaður.


Starfsáætlun 2016 - 2017 - 25.4.2017

Við vekjum athygli á Starfsáætlun 2016-2017 en hana er hægt að skoða undir flipanum - um skólann / faglegt starf.  Einnig er hægt að nálgast hana hér.

Erasmus + verkefnið um geiminn, stærðfræði og ensku - 25.4.2017

Síðastliðinn mánudag var fundur í Erasmus + verkefninu okkar í gegnum Skype, með litháíska leikskólanum og pólska leikskólanum sem eru samstarfsaðilar okkar í verkefninu.

Viðfangsefni fundarins var að syngja vor/sumarlag. Við fylgdumst með börnunum í Litháen og Póllandi dansa og syngja. Það var mjög skemmtilegt.

Börnin í mið- og elstahóp á Mána-og Dropasteini sungu svo lagið Vikivaki. Lag eftir Valgeir Guðjónsson og texti eftir Jóhannesi úr Kötlum. Halla Jónsdóttir kennari á Mánasteini samdi dans við lagið.
Börnin stóðu sig ákaflega vel og sungu og dönsuðu af hjartans list.


Gleðilegt sumar - 19.4.2017Við óskum öllum gleðilegs sumars og minnum á í leiðinni að samkvæmt hefð þá er leikskólinn lokaður á sumardaginn fyrsta.


Páskafrí - 12.4.2017

Við óskum öllum gleðilegra páska og vonum að þið hafið það sem best í páskafríinu framundan.  Leikskólinn verður því lokaður frá fimmtudeginum 13. apríl og opnar aftur þann 18. apríl. 

Sesselja Hauksdóttir kvödd - 5.4.2017

                           

Blár dagur, dagur einhverfu - 5.4.2017

 Við héldum  upp á bláa daginn, dag einhverfu á þriðjudaginn var.  Bæði starfsfólk og börn  mættu í skólann í einhverju bláu hvort sem það var teygja í hári eða fatnaður.               Hérna er hægt að fræðast meira um bláan apríl en sá mánuður er tileinkaður einhverfu.

eTwinning fundur - 22.3.2017

Við héldum í dag vel heppnaðan eTwinning fund með samstarfslöndum okkar í verkefninu um tilfinningagreind þ.e. Emotional Intelligence sem hún Eva okkar verkstýrir. Nokkur börn af öllum deildum tóku þátt í þessum fundi en þau sungu lag um vináttuna og stóðu sig með prýði en öll löndin voru með sín þemalög sem tengdust verkefninu.  Það var ákaflega skemmtilegt að sjá hversu mismunandi útfærslurnar voru á milli landanna og sérstaklega skemmtilegt að sjá hversu gaman börnunum þótti að sjá atriði hinna.   Hérna er hægt að lesa sér betur til um verkefnið og út á hvað það gengur.Árangursríkur skipulagsdagur - 19.3.2017

Skipulagsdagurinn okkar gekk vel og komumst við yfir öll málin á dagskrá sem voru allt frá því að skipuleggja námsferð á næsta ári yfir í að Lubbi okkar fékk nýja lopapeysu að gjöf.


Skipulagsdagur - Lokað - 15.3.2017

Við minnum á að það er lokað  næstkomandi föstudag  þann 17. mars vegna skipulagsdags.

Vel sóttur fyrirlestur - 10.3.2017

Þriðjudaginn þann 7. mars var foreldrum boðið á fyrirlestur í Snælandsskóla en hann bar yfirskriftina
Samræðulestur-lifandi lestraraðferð og fjallaði um skemmtilega lestraraðferð sem kallast Samræðulestur. Aðferðin gengur að miklu leyti út á að fá börnin til að taka þátt í lestrinum með spurningum og hvatningu. Það voru margir sem sáu sér fært að mæta og vonum við að fyrirlestrar efnið nýtist foreldrum við heimalesturinn.Öskudagur - 1.3.2017


Í dag var mikil Öskudags gleði.  Við héldum ball og slógum köttinn úr tunnunni.  Allar deildir sameinuðust inn á Mánasteini þar sem mikil ball stemming var.                      

Dásemdar dagar í snjónum - 1.3.2017

Við höfum verið ötul við að nýta útiveruna og snjóinn þessa dagana enda ekki oft sem við fáum svona mikinn snjó og dýrðarveður í kaupbæti.


Bolla bolla og saltkjöt og baunir, túkall - 28.2.2017

Við nutum bæði bollu og sprengidags til hins ýtrasta eins og sjá má en matmóðir okkar hún Erla lék við hvern sinn fingur við bollu bakstur og súpugerð.


Öskudagur 1. mars - 24.2.2017


Fyrirlestur um lifandi lestraraðferð - 21.2.2017

Þriðjudaginn þann 7. mars kl:20.00 er foreldrum boðið á fyrirlestur í Snælandsskóla en hann ber yfirskriftina
Samræðulestur-lifandi lestraraðferð og fjallar um skemmtilega lestraraðferð sem kallast Samræðulestur. Aðferðin gengur að miklu leyti út á að fá börnin til að taka þátt í lestrinum með spurningum og hvatningu.

Sýnt hefur verið að aðferðin getur stuðlað að auknum málþroska, orðaforða og frásagnarhæfni ungra barna en þessir þættir skipta meðal annars máli fyrir læsi og lesskilning seinna meir.
Við hvetjum alla til að mæta en margir foreldrar sem á fyrirlesturinn hafa farið segja að fyrirlesturinn hafi opnað augu þeirra fyrir þeim fjölmörgu tækifærum sem hægt er að nýta til málörvunar með bók við hönd.

Hérna er svo einnig hægt að kynna sér stefnu Kópavogsbæjar um mál og lestur í leik- og grunnskólum bæjarins.

EBV / Eldri barna verkefni - 15.2.2017

Í vetur eins og undanfarna áratugi höfum við verið með sérstaka hópatíma fyrir elstu börnin í leikskólanum. Tímarnir eru á fimmtudögum kl. 9:00 - kl.11:00. Þegar farið er í vettvangsferðir er yfirleitt lagt af stað kl. 9:00 og fara þá báðir hópar saman. Elstu barna kennarar eru Gulla og Anna.
Elstu börnin hafa mikla þörf fyrir að takast á við verkefni sem reyna á færni þeirra bæði andlega og líkamlega. Sérstök áhersla er lögð á þetta og eru leikskóla -

verkefnin bygg á grunni hugmyndafræði og starfsaðferða leikskólans.              Með ýmsum krefjandi verkefnum læra börnin að fullvinna verk sín, þjálfa einbeitingu, færni og úthald.

Í leikskólum Kópavogs er sérstök námskrá (PDF skjal) ætluð elstu börnum leikskólans. Hún tekur til hreyfingar, málræktar, myndsköpunar, náttúru og vísinda, tónlistar og stærðfræði.

Markmið með verkefnum elstu barnanna er:
- að efla sjálfstæði og frumkvæði
- að efla hópkennd og samvinnuhæfni
- að tryggja þeim krefjandi verkefni              
                                                                          

Erasmus + og leikskólinn Furugrund - 15.2.2017

 

Við í leikskólanum Furugrund erum þátttakendur í Erasmus+ Evrópusamstarfsverkefni sem ber heitið „Emotinal intelligence as the key to child‘s success“.       

Verkefnið hófst í desember 2016 og mun standa til júní 2019. Þátttökulöndin ásamt okkur eru Ítalía, Norður-

Írland, Búlgaría, Spánn, Portúgal, Kýpur og Pólland. Þátttökuskólarnir eru leikskólar, grunnskólar og skólar þar sem leikskóli og grunnskóli eru saman í einni byggingu.

Tilfinningagreind er afar mikilvæg í nútíma samfélagi þar sem oft á tíðum reynir mikið á samskipti og félagsþroska. Þeim mun fyrr sem við byrjum að hlúa að og efla tilfinningagreind og félagsþroska barna, þeim mun meðvitaðri og sterkari einstaklinga teljum við að við fáum.

Verkefnið gengur út á að þátttökulöndin deili hugmyndum og verkfærum sem þau nota til að hjálpa börnum að efla tilfinningagreind sína og félagslegan þroska. Einnig verða unnin ný verkefni frá grunni, settar upp vinnustofur og ýmislegt fleira.

Markmið verkefnisins eru ansi mörg og fjölþætt en til að nefna einhver dæmi þá er eitt markmiðið að börn læri að þekkja og setja nafn á sínar eigin tilfinningar og tilfinningar annarra. Annað markmið er að börnin geti stjórnað tilfinningum sínum og leyst deilur við jafnaldra á sjálfstæðan hátt.

Í verkefninu eins og öðru starfi sem fer fram í leikskólanum er foreldrasamstarf mikilvægur þáttur og mikilvægt að börnin yfirfæri þá færni sem þau læra í leikskólanum heim til sín og öfugt. Því verður eitthvað um vinnustofur, sýningar og annað þar sem foreldrar og börn fá tækifæri til að vinna saman.

Við í Furugrund erum spenntar og áhugasamar að sökkva okkur ofan í þessa vinnu og vonumst til að foreldrar séu jafn áhugasamir og tilbúnir að vera áfram í góðu samstarfi við okkur.

 

Takk fyrir komuna - 15.2.2017

Sólarpönnsur - 2.2.2017

Það hefur verið hefð fyrir því hjá okkur í leikskólanum að þegar sól hækkar á lofti þá bakar matmóðir okkar hún Erla pönnukökur.  Þetta gerir hún ekki ein heldur með pönnuköku sérfræðingnum Grétu sem bakar pönnsurnar með henni.  Í dag fengum við okkar langþráðu sólarpönnsur og vakti það nú sem endranær mikla gleði hjá nemendum og kennurum.


Sumarlokun - 1.2.2017

Niðurstaða könnunar um það hvenær leikskólinn lokar vegna sumarleyfis í sumar er orðin ljós og  varð seinna tímabilið fyrir valinu.  Það verður því lokað þann 7. júlí á hádegi til og með 4. ágúst fyrir valinu.  Við opnum því aftur þriðjudaginn 8. ágúst á hádegi eftir verslunarmannahelgi.Dagur leikskólans og foreldrakaffi - 1.2.2017

Þann 6. febrúar, á degi leikskólans, þá verður foreldrakaffi hjá okkur í leikskólanum Furugrund  frá kl. 8 - 9.15.  Hlökkum til að sjá sem flesta. 

Sumarlokun - könnun - 18.1.2017

Við viljum minna á að við lokum fyrir skoðanakönnun vegna sumarlokunar  þann 21. janúar en á föstudaginn 20. janúar verða síðustu forvöð til að svara könnuninni.

Starfsafmæli - 13.1.2017

Við á Furugrund óskum henni Jóhönnu Leifsdóttur til hamingju með 25 ára starfsafmælið sitt.  Jóhanna eða Jóa eins og við köllum hana er algjör perla og vonumst við til að njóta samvista við hana hér á leikskólanum í allavega 25 ár í viðbót.


Skipulagsdagur - 11.1.2017

Við minnum á skipulagsdaginn núna næsta mánudag þann 16. janúar en þá er leikskólinn lokaður.


Gleðileg jól - 21.12.2016

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.  Þökkum fyrir skemmtilegt samstarf á árinu sem er að líða og hlökkum til komandi árs . 

Við minnum á Sivertsenhús - 14.12.2016

Farið verður næstkomandi föstudag þann 16. des. í Sivertsenhús en það eru elstu börnin okkar sem fara þangað.  Lagt verður af stað um 8 leitið og tekinn strætó.Askasleikir kom í heimsókn - 14.12.2016

Askasleikir Leppalúðar og Grýluson kom færandi hendi til okkar á leikskólanum.  Það var mikið um söng og gleði og að lokum fengu öll börnin pakka frá jólasveininum.   


Jólaball 2016 - 7.12.2016

Við þökkum foreldrafélagi Furugrundar fyrir frábært jólaball. 


Foreldrakaffi - 29.11.2016

Föstudaginn 2. desember þá verður foreldrakaffi hér í leikskólanum.  Börnin munu baka piparkökur daginn áður og verða þær á boðstólnum ásamt öðru góðgæti.   Foreldrakaffið verður á  hefðbundnum tíma eða frá 8 -9.15.  Við hlökkum til að sjá sem flesta.   

Sólblómaleikskólinn Furugrund - 21.11.2016

Leikskólinn Furugrund er sólblómaleikskóli   en hugmyndin að Sólblómaleikskólum er komin frá SOS Barnaþorpunum í Noregi.

 Það sem felst í því að vera  Sólblómaleikskóli er að leikskólinn styrkir eitt ákveðið barn í SOS Barnaþorpi eða styrkir samtökin á annan hátt, t.d. með söfnun einu sinni á ári. Við í Furugrund styrkjum stúlkuna Nisha og höfum gert undanfarið ár.  Við höfum verið með söfnunarbauk við hliðina á skrifstofunni hennar Helgu leikskólastjóra en baukurinn er fótbolti.  Við tökum opnum örmum við framlögum í baukinn góða.  Í dag þá sendum við af stað jólagjöf til Nisha og börnin bjuggu til kort handa henni. Börnin voru mjög áhugasöm um það sem þau voru að gera og glöddust yfir því að geta glatt hana Nisha.


Skipulagsdagur - 8.11.2016

Skipulagsdagur verður þann 14. nóvember og er leikskólinn lokaður þann daginn.  Starfsfólk leikskólans mun funda í skólanum og fara yfir skipulag næstu mánaða sem og að unnið verður áfram að læsisstefnu Furugrundar.

Danskennsla hefst - 3.11.2016

Danskennsla Dagnýjar hefst á morgun föstudaginn þann 4. nóv og hefst hún kl. 9.30.  Öll börn leikskólans munu njóta góðs af henni en hún Dagný mun koma í 6 skipti og kenna okkur létta sveiflu. Grænn dagur og gengið gegn einelti - 3.11.2016

  Næstkomandi þriðjudag eða þann 8. nóvember þá munu tveir elstu árgangar Furugrundar taka þátt í göngu gegn einelti ásamt Snælandsskóla og leikskólunum Álfa- og Grænatúni.  Gangan hefst kl. 9.30.  Gangan gegn einelti er til að örva  jákvæð samskipti sem og að vekja athygli á mikilvægi vináttu og virðingar. TIl að bæta svo um betur þá er einnig grænn dagur hjá okkur þennan dag og viljum við hvetja því sem flesta til að mæta í einhverju grænu. 

Erasmus +  og  Furugrund - 28.10.2016

Nú líður að lokum kennara heimsóknar samstarfsskóla okkar í Erasmus + verkefninu.  Kennararnir hafa fylgst með starfinu inn á deildum, fundað ofl.  Við munum skrifa ítarlegt blogg um heimsóknina en hérna er smá forskot á sæluna.  Hér má einnig komast inn á vef verkefnisins til þess að skoða betur.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica