Sími  441 6300 - 840 2678

Starfsmannafélag

Lög Starfsmannafélags Furugrundar

19.3.2018

1. Félagið heitir Starfsmannafélag Furugrundar. Heimili þess er í Kópavogi.

2. Markmið félagsins er að efla samstarf og samvinnu meðal starfsmanna Furugrundar og stuðla að auknum félagslegum samskiptum. Félagið mun einnig kynna starfsemi leikskólans Furugrundar og starfsmannafélagsins inn á við jafnt sem út á við.

3. Allir starfsmenn Furugrundar eiga kost á að ganga í félagið.

4. Félagsmenn skuldbinda sig til að taka að sér þau störf í þágu félagsins sem stjórn eða félagsfundir fela þeim.

5. Stjórn félagsins skipa 4 menn, einn fulltrúa frá hverri deild leikskólans. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn skal kosin skriflega á aðalfundi til eins árs í senn. Kjósa skal tvo endurskoðendur til eins árs í senn.

6. Aðalfund skal halda í janúar ár hvert og skal boða til hans í Furugrund með þriggja vikna fyrirvara.

7. Dagskrá aðalfundar verður :
a. Formaður setur fund og stjórnar kosningu fundarstjóra og fundarritara.
b. Fundarritari les fundargerð síðasta aðalfundar.
c. Skýrsla stjórnar.
d. Gjaldkeri gerir grein fyrir endurskoðuðum reikningum.
e. Kosin stjórn samkvæmt 5. gr.
f. Kosnir endurskoðendur.
g. Ákvörðun um félagsgjöld.
h. Lagabreytingar.
i. Önnur mál.

8. Atkvæðisrétt á félagsfundum eiga fullgildir félagsmenn. Afl atkvæða ræður úrslitum en kasta skal hlutkesti ef atkvæði eru jöfn. Að öðru leiti gilda venjuleg fundarsköp og fundarvenjur á öllum fundum félagsins.

9. Félagsgjöld sem aðalfundur ákveður innheimtist af launum félagsmanna. Reikningsár félagsins er frá 1. jan. til 31. des. ár hvert.

10. Halda skal gerðarbók um alla fundi félagsins.

11. Stjórn félagsins boðar til almennra félagsfunda ef þörf krefur. Stjórn skal boða slíkan fund ef 1/5 félagsmanna óskar þess skriflega.

12. Lögum þessum má breyta og við þau bæta á aðalfundi ár hvert og þarf til þess samþykki 2/3 fundarmanna. Kynna þarf tillögur um lagabreytingar með auglýsingu í Furugrund viku fyrir aðalfund.

13. Stjórn getur skipað nefndir sér til aðstoðar til að vinna að ákveðnum verkefnum.

14. Stjórn getur útnefnt heiðursfélaga.

15. Lög þessi öðlast þegar gildi.

16. Stjórn félagsins hefur leyfi til að ráðstafa upphæð, sem nemur ársinnkomu félagsgjalda, í samræmi við markmið og reglur félagsins. Ef stjórn óskar eftir fjárveitingu umfram árstekjur, skal boða til félagsfundar með hefðbundnum hætti og atkvæði greidd um málið.

17. Leggi félagið niður starfsemi, skal félagssjóði lokað í tvö ár. Hefji félagið ekki starfsemi að nýju innan þess tíma, skal sjóðurinn renna til Krabbameinsfélags Íslands

Samþykkt 25. ágúst 2008Þetta vefsvæði byggir á Eplica