Sími  441 6300 - 840 2678

Mánasteinn

Fyrirsagnalisti

Gleðilegt ár! - 11.1.2015

Við vonum að þið hafið haft það gott í jólafríinu. Nú er skipulagt starf komið af stað aftur og því mikilvægt að börnin mæti tímanlega þá daga sem það er í gangi. Oft erum við hér heima í leikskóla í hópastarfinu, en við förum líka mikið í gönguferðir og einstaka sinnum í lengri ferðir. Leikfimin fer fram í gamla íþróttasalnum í Snælandsskóla og EBV fer fram í kennslustofu innst í dægradvöl Snælandsskóla. Hér má sjá hvað fer fram á hvaða dögum, en hópaskiptingar má sjá á upplýsingaveggnum hjá okkur.


Mánudagar: Elstu börn í leikfimi kl. 9. Hluti af miðhóp í tónlist kl. 11.

Þriðjudagar: Miðhópur í hópastarf kl. 9/10. Hluti af miðhóp í tónlist kl. 11. Hluti af elstu í skógarferð kl. 12.

Miðvikudagar: Elstu börn í hópastarf kl. 9/10. Miðhópur í leikfimi kl. 9. Yngstu börn í tónlist kl. 11.

Fimmtudagar: Yngstu börn í hópastarf kl. 9. Elstu í elstu barna verkefni (EBV) kl. 9/10. Hluti af elstu í tónlist kl. 11. Hluti af elstu í skógarferð kl. 12.

Föstudagar: Yngstu í leikfimi, annan hvern föstudag kl. 9. Hluti af elstu í tónlist kl. 11.


Auk þessa tíma eru í gangi nokkrir leikhópar, þar sem ýmiss konar færni er þjálfuð, s.s. félagsfærni, fínhreyfingar og málnotkun.


Við vorum að taka á móti á nýjum starfsmanni, honum Guðmundi. Hann mun leysa Friðrik af, en Friðrik mun yfirgefa okkur í nokkra mánuði.  

Bleikur dagur. - 16.10.2014

Í dag var bleikur dagur og tóku börnin á Mánasteini þátt í því :)

.

.

Foreldrakaffi - 9.10.2014

Föstudaginn 3. október var foreldrum boðið í morgunverðarhlaðborð. Inni á myndasíðunni okkar má sjá myndir frá því.  

P1110143

Rauða nefið - 12.9.2014

Í dag er dagur rauða nefsins og við spjölluðum svolítið um það í hádeginu, svo fengu allir rautt á nefin sín :)

Leikur :) - 12.9.2014

Börnin leika sér á Mánasteini.

Soðinn fiskur - 26.8.2014

Í dag er soðinn fiskur í matinn og stundum er nú fróðlegt að sjá hvernig Erla undirbýr eldamennskuna :)

Gönguferð :) - 19.8.2014

Í gær fóru börnin í gönguferð um dalinn, þau fengu að leika sér í leiktækjum og tína nokkur rifsber.

Skógarferð - 8.7.2014

Verðandi elstu stúlkur deildarinnar fengu að fara með Lottu og Fjólu í skógarferð í dag. Í þessari fyrstu skógarferð voru þær að læra inn á stoppustöðvar og reglur sem gilda í skógarferðum. Í vetur koma til með að vera þrír skógarhópar sem fara með Lottu í ferðirnar. Eins og sjá má á myndunum skemmtu þær sér vel og fannst þeim áhugavert og mikil upphefð í því að vera byrjaðar í skógarferðum.

Skólagarðar - 2.7.2014

Í sumar sjáum við um smá skika í skólagörðunum. Þar hafa börnin sett niður kartöflur og ýmiss konar grænmeti. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um það inni á deild hjá okkur. Hér má sjá myndir úr ferðunum.

Ormadagar :) - 21.5.2014

Í dag fóru elstu börnin á Mánasteini á Ormadaga á Bókasafni Kópavogs, þau fræddust um hvað þarf til að vera ormur og hvað ekki og fengu svo smá sögustund í lokin. Þetta var mjög skemmtileg og fróðleg ferð en við fórum þangað með strætó.

Fjör á Mánasteini - 14.5.2014

Hér má sjá nokkrar myndir frá leik og starfi á Mánasteini undanfarnar vikur :)

Vetrarstarfi lokið - 7.5.2014

Kæru foreldrar! Með hækkandi sól og hitastigi, förum við nú oftar út en í vetur. Reynt verður að nota tækifærið sem oftast og fara í göngu- og strætóferðir. Því höfum við lagt vetrarstarfið á hilluna, þ.e. hópastarf, leikfimi, tónlist og elstu barna verkefni. Við minnum svo á að foreldrar skaffa sjálfir sólarvörn á börnin og gott er að vera með vindfatnað, ef slíkt er til í skápum heima. Það er svo mikið liprara og andar betur en pollagallarnir. 

Kær kveðja, starfsfólkið á Mánasteini.

Sumarið er komið - 28.4.2014

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Hér má sjá myndir úr leik barnanna í vetur.

Myndir úr leik og starfi - 9.1.2014

Hér má sjá myndir frá því í haust og til áramóta.

Jólasveinaheimsókn :) - 16.12.2013

Jólasveinninn kom í heimsókn í morgun á leikskólann, hann kom og söng og skemmti sér með krökkunum. Þau fengu líka gjöf frá honum sem þau taka með sér heim í dag, hér koma nokkrar myndir af heimsókn jólasveinsins í dag.

Töframaður í heimsókn - 1.11.2013

Við fengum töframann í heimsókn í leikskólann í dag. Tilefnið var afmæli eins barnsins, en foreldrar þess sendu manninn í heimsókn til okkar. Börnin höfðu af þessu hina bestu skemmtan eins og sjá má á myndunum.

Myndir úr leik barnanna - 11.10.2013

Við reynum að taka reglulega myndir af börnunum í leik. Hér má sjá myndir sem hafa verið teknar í haust, bæði inni og úti.

Skipulagt starf vetrarins - 17.9.2013

Í gær hófum við allt skipulagt starf vetrarins. Öll börn eru í hópastarfi, þar sem þau vinna að margvíslegum verkefnum, í samvinnu við jafnaldra sína. Tónlistarstundir eru einnig fyrir öll börnin, sem og leikfimi. Elstu börnin hafa í meiru að snúast en hin börnin, en þau fara í skógarferðir með Fjólu og EBV (elstu barna verkefni) með Ástu og Gullu. Skógarferðir og EBV er sameiginlegt með Dropasteini.

Hópastarfið hjá öllum hópum hefst á gönguferð. Enn eigum við eftir að ákveða nöfn á hópana, þau verða vonandi komin í næstu viku og mun þá verða hægt að finna hópana hér undir "hópastarf". Hægt er að sjá hvenær börnin eru í skipulögðu starfi á veggnum hjá okkur.

Lífsgildi - 13.9.2013

 

Kæru foreldrar

Á skipulagsdegi tóku kennarar Mánasteins  ákvörðun um að vinna markvisst að kennslu lífsgilda. Gildin verða eins konar rauður þráður í öllu okkar starfi. Markmiðið er að styrkja samskipti barnanna og búa til kærleiksríkt andrúmsloft. Mjög gott er ef foreldrar og forráðamenn ræða þessi gildi heima fyrir líka, því þannig náum við bestum árangri. Gildin sem við ætlum að styðjast við eru einkunnarorð leikskólans: virðing, hlýja, öryggi og traust. Út frá þeim gildum verða önnur gildi að sjálfsögðu rædd og reglulega verður þeim bætt við á vegginn okkar, svo foreldrar nái að fylgjast með. Fyrsta gildið sem við ætlum að taka fyrir er virðing.

Sumarmyndir - 3.7.2013

Við vorum að setja inn fullt af fallegum myndum sem við höfum tekið í sumar.

 

Vorsýningin :) - 27.5.2013

Hér koma nokkrar myndir frá vel heppnaðri vorsýningu þann 8. maí :)

Fjör í snjónum :) - 8.3.2013

Það var mikið fjör úti að leika í snjónum í gær, þó hann væri nú svolítið skítugur :)

Göngutúr :) - 27.2.2013

Síðastliðinn föstudag fórum við á Mánasteini öll saman í göngutúr til að hvíla okkur aðeins á drullumallinu í garðinum okkar, við löbbuðum niður í Fossvogsdal og lékum okkur á róló fyrir utan Fossvogsskóla, hér koma nokkrar myndir úr göngutúrnum okkar :)

Konudagskaffi - 22.2.2013

Í tilefni konudagsins á sunnudaginn var boðið í konudagskaffi í dag, föstudag. Gaman var að sjá hve margar mömmur, ömmur, frænkur og systkini mættu til okkar :) Takk kærlega fyrir komuna.

Kveðja
Mánasteinskonur.

Öskudagur - 14.2.2013

Öskudagsstuð á Mánasteini. Endilega kíkið á myndirnar.

Þorrablót  - 23.1.2013

Í dag héldum við þorrablót og borðuðum gómsætan þorramat við langborð. Þetta var mjög skemmtilegt og allir voru duglegir að smakka þorramatinn.


Heimsókn í Sívertsenhús - 21.12.2012

Elstu börnin fóru í heimsókn í Sívertssenhúsið í Hafnarfirði í dag. Þar fengu þau að kynnast því hvernig jólin voru í gamla daga. Ung stúlka tók á móti okkur og fylgdi okkur um húsið. Þegar við vorum komin í eldhúsið spratt allt í einu fram jólasveinn svo okkur dauðbrá. Þessi jólasveinn var sko gamli bjúgnakrækir og lét hann heldur ófriðlega. Ekki laust við að við urðum smá hrædd við hann. Bjúgnakrækir teymdi okkur til stofu og þar sagði hann okkur sögur af því þegar hann og bræður hans voru upp á sitt besta. Á heimleiðinni hittum við svo rauðan jólasvein í strætó og var hann hinn ljúfasti.


Daglegt líf í desember - 19.12.2012

Við vorum að setja inn myndir frá daglegu lífi í desember.

Heimsókn til Höllu og Eyvindar Páls - 3.7.2012

Elstu börnin fóru í heimsókn til Höllu og litla Eyvindar Páls á föstudaginn var. Grill, Lego og leikur á pallinum.

Heimsókn í Álfatún - 27.6.2012

Við fórum í gönguferð í leikskólann Álfatún eftir hádegi í dag. Við tókum nokkrar myndir á ferðalagi okkar. Við vorum að ímynda okkur að við værum á slóð dreka sem við þyrftum að fela okkur fyrir. Þetta var mjög skemmtileg ferð eins og sjá má myndunum. 

Breytingar á starfsliði Mánasteins - 17.4.2012

Harpa eignaðist dóttur 28. mars sl. og heilsast bæði móður og barni vel. Þið hafið væntanlega tekið eftir því að Nanna er komin aftur úr barnsburðarleyfi. Nanna er að klára leikskólakennaranámið núna í júní. Við eigum svo von á Lottu líka úr barnsburðarleyfi í byrjun maí og þá er komið að Höllu okkar að fara í barnsburðarleyfi, en hún á von á barni um miðjan maí.
Þann 1. apríl hóf störf hjá okkur Eva Sif Jóhannsdóttir. Eva Sif starfaði áður í leikskólanum Marbakka. Hún er ferðamálafræðingur að mennt, en er í framhaldsdeild Menntavísindasviðs HÍ og leggur áherslu á sérkennslu í námi sínu. Eva Sif er í hluta starfi til 1. maí, en þá kemur hún í fullt starf í sumar.
Í sumar verða við störf á Mánasteini:  Ásta deildarstjóri, Anna Björg, Halldóra, Karólína, Linda, Nanna, Eva Sif og Lotta.

Upp er runninn öskudagur... :) - 22.2.2012

Í dag er öskudagurinn og mættu öll börnin á Furugrund prúðbúin í búningunum sínum :)

Við héldum ball inni á Mánasteini þar sem allir komu saman að dansa og svo slógum við köttinn úr tunnunni. Þá fengu allir sleikjó og svo snakk í poka, þetta var hin fínasta skemmtun og allir voru glaðir með morguninn.

Hér koma myndir frá skemmtuninni.

Leiksýning - 16.2.2012

Nokkur börn tóku sig til og æfðu leikrit og heimtuðu að sjálfsögðu að fá áhorfendur. Hér má sjá myndir af leiksýningunni og nokkrar í viðbót úr frjálsa tímanum.

Frjáls leikur - 7.2.2012

Á meðan elstu börn voru í leikfimi undu yngri börnin vel við í frjálsum leik.

Endilega skoðið myndirnar.

Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó! - 24.1.2012

Enn heldur áfram að snjóa enda ekki við öðru að búast þar sem við búum á Íslandi. Börnin kunna vel að meta snjóinn og leika sér vel úti.

 

Hér koma myndir úr útiverunni.

Jólaundirbúningur - 16.12.2011

Hér má sjá myndir úr daglega starfinu.

Skemmtilegar myndir frá daglegu starfi - 17.11.2011

Við vorum að setja inn nýjar myndr frá daglegu starfi.
Sjá myndirnar hér.

Elstu börnin í Snælandsskóla - 20.10.2011

Í lok maí fóru elstu börnin okkar á vorhátíð í Snælandsskóla. Þar horfðu þau m.a. á dans og leikrit.
Sjá myndir hér.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica